Í tilefni af Gay Pride næstkomandi laugardag mun Rvk Underground standa fyrir alsherjar dansveislu á skemmtistaðnum Venue í Tryggvagötu. Fram kemur sænska dúóið North Beach en það skipa þeir Eric Ericksson og Daniel Howe.

Eric Ericksson er stofnandi Kass Recordings (http://www.kassrecordings.com/) sem m.a. hefur gefið út lög eftir listamenn líkt og José Gonzales, Zoo Brazil og Style Of Eye. Ásamt því að vera stofnandi Kass Recordings hefur Erick gefið út á útgáfufyrirtækjum líkt og Fragile (Carl Craig, Laurent Garnier) og Virgin Records (The Minimalists) .

Daniel Howe er fastaplötusnúður á Berns klúbbnum í Stokkhólmi.

North Beach gaf út sína fyrstu EP plötu seint á síðasta ári og bar hún nafnið “North Beach”. Platan náði strax langt og komst m.a. inn á top 5 á Juno Downloads ásamt því að komast inn á toplista hjá listamönnum á borð við Stephan Bodzin, Laurant Garnier, Chloe Harris og D. Ramirez.

Ásamt North Beach koma fram Impulze og Bensol en hann er ný kominn til Íslands eftir að hafa spilað fyrstur íslendinga á einum þekktasta skemmtistað í heims SPACE á Ibiza.

Þess má geta að Bensole mun spila í sjálfri Gay Pride göngunni sem fer fram fyrr um daginn!

Húsið opnar kl. 23:00 og er FRÍTT INN!

- Upphitun fyrir kvöldið verður í Rvk Underground á Rás 3 á laugardaginn Kl.22:00!

Meira um North Beach☟

http://soundcloud.com/north-beach
http://northbeachmusic.se/

http://www.rvkunderground.com/
http://www.rvkundergroundforum.com/
info@rvkunderground.com