Hæ hæ, ég er nýr notandi á Huga.is og er búin að vera að lesa greinarnar hérna og var ansi svekkt þegar ég sá að ég hafði misst af rosalegri(vægast sagt) umræðu um Þjóðhátíð í Eyjum!!!
Sjálf hef ég aldrei farið, hef alltaf verið í djammferðum í sólarlöndum, en er á leiðinni í mína fyrstu núna í sumar. …Og VÁÁÁ hvað ég hlakka til!!! Og ég er alls ekki ein af þessu leiðinda FM-hnakka liði og hef samt áhuga á að fara til Eyja…ÓTRÚLEGT ekki satt??? Allir sem ég þekki, og ég ætla að endurtaka ALLIR, sem hafa farið til Eyja, sama hvort þau eru FM pakk, bókaormar eða bara skemmtilegt fólk sem vill skemmta sér vel, þá eru ALLIR á sama máli um að Eyjar séu besta skemmtun sem er hægt að hugsa sér.
Það hlýtur að þýða eitthvað…EÐA HVAÐ???