Funkagenda á Íslandi 20. maí London/Reykjavík kynnir með stolti sinn fyrsta stórviðburð í samstarfi við Flex Music.
Smirnoff partý með FUNKAGENDA.

FUNKAGENDA hefur verið að slá í gegn um heim allan með færni sinni við gerð danstónlistar.

Hin drepfyndna útgáfa af “What The Fuck” sem kom FUNKAGENDA á kortið. Ásamt endurhljóðblöndun á laginu “The Man With The Red Face” sem Laurent Garnier gerði ódauðlegt. Frábær lög á borð við “Breakwater”, “Together”og “Shogun”. FUNKAGENDA hefur upp á síðkastið unnið mikið með Mark Knight. Meðal annars við endurhljóðblöndun á “Higher State Of Consciousness” sem sló mjög eftirminnilega í gegn á Global Gathering í fyrra.

Miðvikudagskvöldið 20. maí nk, daginn fyrir uppstigningardag kemur FUNKAGENDA fram ásamt einvala liði plötusnúða. Húsið opnar kl. 23.00 og verða drykkir í boði Smirnoff á meðan birgðir endast.

Miðasala fer fram í verslunum Blend, Kringlunni og Smáralind og kostar miðinn aðeins 1.500.- krónur.

London/Reykjavík, Flex Music, Smirnoff, Blend, FUNKAGENDA.

Funkagenda Essential Mix 2009:
http://www.newmixes.com/funkagenda-essential_mix-sat-01-10-2009.html

Funkagenda Website:
http://www.funkagenda.com

Funkagenda MySpace:

http://www.myspace.com/funkagenda