Deadmau5 @ Broadway 19.dec 2008 !!! Techno.is kynnir Deadmau5 (Live) á Broadway 19.desember.

Ásamt Deadmau5 koma fram Exos, Plugg'd, Dj Eyvi og Sindri Bm.

Miðasalan er í fullum gangi í Levis búðunum í Kringlunni og Smáralind.

Sérstakt tilboðsverð var á miðum til 1.december á 2500 kr. En annars er miðinn á 3000 kr. eftir það!!

Ekki missa af Jólagleði Techno.is 2008 með DEADMAU5!!!!!!

Deadmau5 er án efa sá farsælasti og athafnamesti danstónlistarmaður síðustu 2. ára. Eftir að hafa verið útnefndur tónlistarmaður ársins af mati beatport árið 2006 og verið útnefndur tónlistarmaður ársins af tveim vinsælustu plötusnúðum heims, Armin Van Buuren og Dj Tiesto árið 2007 er óhætt að segja að Deadmau5 sé eitt það athyglisverðasta í danstónlistinni í dag. Deadmau5 var einnig valinn besti tónlistarmaður ársins í fyrra að mati DJMAG.COM sem er ein vinsælasta og virtasta tímarit og heimasíða innan danstónlistar geirans. Nú í ár var hann valinn áhrifamesti og framsóttasti tónlistarmaður ársins 2008 að mati beatport.com sem er stærsta og vinsælasta netsérverslun í danstónlistarheiminum. Einnig var hann kosinn með besta “single” lag ársins ásamt þvi að vera útnefndur til margskonar verðlauna á beatport.
Einnig kemur Deadmau5 fram með dálítið sérstökum hætti þvi hann spilar
ætíð með risavaxið músarhöfuð sem hefur vakið mikla athygli um allann heim.