Dj Craze! 5 x heimsmeistari plötusnúða á Vegamótum Hip Hop þátturinn Chronic(Rás 2) og Vegamót eru í sameiningu að fá hingað til lands, einn besta Hip Hop plötusnúð í heimi, sjálfan Dj Craze, laugard 2 feb.
Dj Craze er 23 ára frá Miami í Bandríkjunm. Hann er fimmfaldur heimsmeistari plötusnúða og vann hann Technics DMC World Championship þrisvar í röð 1998-2000, sem er virtasta plötusnúða keppnin í heiminum ásamt að sigara í liðakeppninni 2 ár í röð. Einnig hefur hann unnið fjöldan allan af minni keppnum.
Craze hefur verið að spila um allan heim á öllum heitustu klúbbunum í USA, Bretlandi, Japan og o.fl. Hefur hann verið að spila fyrir allt frá 200- 50,000 manns
Craze hefur fengið frábæra dóma í erlendum tímaritum og var hann valinn besti plötusnúður Bandaríkjanna af Time Magazine. Hann hefur prýtt forsíður helstu tónlistarblaða svo sem URB Magazine, Mixer og Dj Times og hefur honum verið lýst sem galdramanni á plötuspilurunum.
Craze hefur áður komið hingað til lands og var það árið 1999. Hann spilaði þá á Kaffi Thomsen og gerði allt vitlaust. Nú er hann væntanlegur á ný og ætlar að gera allt vitlaust á Vegamótum 2 Feb. Hann mun spila Hip Hop og soul og í bland við aðra stuð tónlist.
Upphitun verður í höndum Dj Rampage.
Þetta er kvöld sem enginn má missa af.

Nánari upplýsingar um Craze:
www.djcraze.com