Dj LOLI @ Halloween Partý á NASA 01.11.2008

Þann 1. Nóvember mun Burn og Red Square vodka standa fyrir risavöxnu Halloween partýi á NASA þar sem kynþokkafyllsti Dj heims
kemur fram, engin önnur en DJ LOLI.


Vestanhafs hefur fólk haldið hrekkjavöku hátíðlega þann 31. Oktober á ári hverju. Undanfarin ár hefur áhugi
íslendinga á hrekkjavökunni aukist svo um munar, fólk sem er löngu vaxið uppúr því að halda öskudaginn
hátíðlegan hefur fundið löngun hjá sjálfu sér til að klæða sig upp og gera sér glaðan dag.


Undanfarin ár hafa margir skemmtistaðir hér á landi tekið sig til og haldið Halloween party.
Þann 1. nóvember næstkomandi, daginn eftir hrekkjavökuna í bandaríkjunum, verður haldið risavaxið Halloween
party á skemmtistaðnum Nasa, stærra Halloween partý en áður hefur þekkst hér á landi.
Nasa mun einkennast af logandi graskerum, reyk og grímuklæddu fólki.


Aðal númer kvöldsins er einhver umtalaðasti plötusnúðurinn í dansheiminum í dag. DJ LOLI er athyhglisverð
á
margan hátt, hún er ekki bara frábær plötusnúður heldur hefur líka verið kölluð kynþokkafyllsti kvennplötusnúður
í
heiminum. LOLI hefur verið að spila um allann heim með Tommy Lee og Dj Ayero að undanförnu.
Loli var orðin einhver allra skærasta stjarna Úkraínu þegar hún flutti frá fæðingarlandi sínu til Bandaríkjanna. Hún
settist að í Los Angeles og síðan þá hefur ferill hennar aðeins stefnt uppávið.
Loli hefur spilað sem plötusnúður útum heim allan, hún er einnig orðin þekkt fyrirsæta og leikkona.
Hún hefur setið fyrir í blöðum eins og Maxims , FHM og fleiri þekktum tímaritum, einnig hefur unnið
á
sjónvarpsstöðinni MTV. Hún var kynnir á MTV lengi vel í heimalandi sínu sem og sjónvarpsstjarna í morgunþætti
þar í landi.
Síðan hún kom til bandaríkjana hefur hún einnig leikið gestahlutverk í vinsælum sjónvarpsþáttum eins og
Entourage.


Ásamt DJ Loli kemur fram sænskur Dj sem heitir DJ FLY, plötusnúður sem hefur verið að vekja mikla athygli að
undanförnu, síðan eru það þeir Sindri BM og Dj Frigore sem ætla að byrja kvöldið.


Þeir sem mæta í búning geta átt von á að vera leystir út með veglegum vinningum á kvöldinu, því þeir sem mæta
í
flottustu búningnum fá glæsileg verðlaun.