Ég gat ekki annað en verið hneyksluð er ég heyrði frænku mína segja mér svolítið skondið um ónefndan mann sem sér um frekar nýopnaðan stað hér í borg. Auðvitað eru sett aldurstakmörk inná skemmtistaði og ekki að ástæðulausu! auðvitað ber að fara eftir þeim eða allavega finnst mér það. Jæja best að koma sér að efninu! Eigandi staðarins sem var þá að opna staðinn segir við dyraverðina sem eru í vinnu hjá honum „þið biðjið alla þá sem ykkur sýnist vera undir aldri um skilríki og ef það koma stelpur sem eru sætar, samt undir aldri (þá er ég að tala um frá 17 ára þar sem aldurstakmarkið er 22 ára) þá eiga þær að koma inn“. ÉG veit ekki með ykkur en þetta finnst mér allavega vera mjög hallærislegt svo ekki sé meira sagt. Getur fólk undir aldri ekki bara verið einhvers staðar annars staðar eins og í félagsmiðstöðvunum eða eitthvað álíka? Hvað hafa eigendur sem eru ekkert með nema einhvern perra hugsunarhátt og hálfvitahátt að hafa upp úr þessu, eru þeir að láta sig dreyma um að skríða upp á þær eða…
Eru reglur ekki til að fara eftir þeim eða kannski ekki hjá sumum.
Mér finnst bara ekki gaman að fara útá lífið inn á skemmtistaði þar sem er fullt af gelgjum og so on.
Mig langaði bara að segja mína skoðum á þessu!