Þannig er að ég ákvað að skella mér á Nasa í gærkvöldi, ég veit ég veit það er búið að tala um þennan stað fram og aftur hérna en ég bara verð að lýsa skoðun minni á staðnum.
Ég og vinkona mín fórum saman en við höfðum hvorugar farið þarna áður. Það er ekki hægt að segja annað en þetta sé flottasti staðurinn á landinu mjög stílhreinn og opinn og loksins loksins kominn staður með almennilegt dansgólf þannig að first impresion: good. Svo fór mín að hlusta á tónlistina lagið sem var í gangi var svo sem allt í lagi en aðeins og mikið sportkaffi fyrir minn smekk. Við vinkonurnar tókum stefnuna á barinn og vinkona mín bauð mér upp á drykk, ég bað um malibu í ananassafa en þegar ég tók sopa þá var greinilega búið að blanda sótavatni við, var mjög gott og held að ég biðji um svoleiðis aftur en þetta var ekki það sem ég bað um, þannig að hvort ætli þeir séu að spara ananassafann eða malibuið? örugglega bara bæði, veit ekki hvað þetta kostaði og ég keypti mér ekkert meðan ég var þarna inni svo ég veit ekki hvort áfengið sé eitthvað dýrara þar en annarstaðar. Svo var stefnan tekin á dansgólfið og þá fór ég að líta í kringum mig á mannskapinn, fólk á öllum aldri en samt mest af 27 ára og eldri karlmönnum sem hafði nýlega verið hent aftur út á markaðinn. Ekki batnaði tónlistin nýjustu fm-slagararnir og gömul hitt í bland. Karlmennirnir voru farnir að vera ansi ágengir og ég veit ekki hvað íslenskir karlmenn halda um konur en halda þeir virkilega að ef þeir klípa í rassinn á manni og ota bjór í leiðinni að við bara “úh þessi er nú sætur, endilega að dansa við hann”
Svo fóru að heyrast gamlir slagara með bó hall og siggu beinteins og ég hefði ekki orðið hissa ef súpermann hefði verið spilað, þetta var sem sagt orðið sportkaffi vs. nellýs. Í þá tvo tíma sem ég var þarna inni á þá heyrði ég að minnsta kosti 3 lög sem voru spiluð tvisvar. Að lokum gafst ég upp á fljöþreifnum karlmönnum sem skildu ekki nei! og leiðinlegri tónlist og beilaði á staðnum, fór út hrygg í hjarta yfir því að flotasti staðurinn í borginni þyrfti líka að vera sá hræðilegasti. Ég vona að eigendur staðarins sjái að sér í tónlistarvali og reyni að koma með eitthvað nýtt en ég efast um það því þessi staður er víst troðinn allar helgar og fólkið þarna var greinilega að fíla þetta, en næst þegar ég er að leita eftir sportkaffi eða nellýs stemningu þá fer ég bara þangað og borga 500 kall inn í staðinn fyrir 1000.
kveðja batteri ;)