Áramótin mín voru alveg þrælfín fyrir utan fyrsta partýið sem ég mætti í, það var heldur glatað því partýhaldararnir (kærustupar) voru að rífast allt kvöldið og svo endaði með því að allir í partýinu fóru heim til einnar stelpunnar sem var þarna nema kærasta partýhaldarans. Þegar heim til þessarar stelpu var komið var haldið áfram að djúsa og svo fórum við út og héldum á blysum og skutum upp nokkrum flugeldum. Það var ekkert smá hvað var skotið miklu upp í allri Reykjavíkinni. En jæja svo var haldið áfram að djúsa og um klukkan hálf tvö æddum við kærastinn minn niðrí bæ (voru þar í grendinni í þessu partýji) til að ná okkur í leigubíl og fara svo í annað partý. við þrömmuðum þarna í gegnum ingólfstorg og lækjartorg og það var engu líkara en bærinn væri hálf tómur. svo við drifum okkur uppí bíl og héldum til einnar vinkonu minnar í partý hjá henni. Þegar þanngað kom voru um 12 manns hjá henni og fín partý stemmning svo við slengdum okkur niður og tjúttuðum með fólkinu. að lokum um klukkan fimm voru allir á því að drífa sig niðrí bæ en ekki fannst mér það svo góð hugmynd því staðirnir myndu nú loka eftir um það bil klukkutíma og plús það vera að eyða fé í leigubíl þanngað og svo þaðan og heim.. Þannig við hrindum bara á taxa og tókum bíl heim og kallinn beint í rúmið en ég var enn í hálfgerðu stuði svo ég skellti mér bara í baðkarið með bjór. Ágætis áramót það, en hvernig skemmtuð þið ykkur svo?

LadyGay