Vegamót.... hvurslags staður er það? Jæja, ég fór nú að djamma í gær og lennti fyrir tilviljun inná Vegamótum, ég hef nú held ég bara einu sinni áður farið þanngað en ég mundi ekkert hvernig hefði verið þar þá.. En allavega ég þurfti fyrst að bíða í biðröð þarna fyrir utan í um 10 mín eða svo, síðan var ókeypis inn sem er auðvitað plús því það er farið að kosta inn á svo mörugum stöðum. En jæja, þegar inn var komið var svo troðið að það var ekki sjens að ég kæmist að barborðinu, troðningurinn var svo mikill. En þá sáum við stigann og við flutum upp með strauminum í þeirri von að geta komist á barinn upp og kannski fengið okkur sæti. en nei, allt kom fyrir ekki. uppi var ennþá meira troðið, ekki komumst við að barnum þar heldur en sáum tvo lausa stóla við eitt borð hjá einhverju fólki, svo við skelltum okkur þar niður og loks þegar einn barþjóninn labbaði frammhjá pikkaði ég í hann og spurði hvort það væri hægt að pannta að honum því við kæmumst ekki að barnum, en nei það var ekki hægt.. í þessar örfáu mínútur sem við sátum þarna þá var fólk alltaf að klessast upp við okkur því þetta var náttúrulega eiginlega í gangveginum. En jæja úrþví við fengum engann bjórinn þá tók ég uppá því að reyna að hlusta á tónlistina sem var verið að spila. Það var eitthvað Bonnie Tyler dæmi, þá var mér sko nóg boðið og fór út. Reyndar var meira að segja dáldið erfitt að komast þarna út því það var svo troðið. Það lá eiginlega við að við biðum í biðröð til að komast aftur út. Ég bara hreinlega skil ekki hvað allt þetta fólk sér við þennan stað? Veit einhver það?
fyrir utan, Vegamót, hljómar þetta ekki meira eins og eitthvað athverfi fyrir barðar kellingar og heimilslausa vesalinga?