Áramótin Hér fyrri greinar sem ég er búin að lesa um áramótin er fólki bennt á að kíkja á www.helgin.is til að vita hvað sé að gerast um áramótin. Ég gerði það nú, og guð minn góður, á virkilega ekki að bjóða íslendingum uppá neitt betra en þetta?
hafi þið kíkt á þetta?
eina sem gæti verið varið í væri broadway því þar verður náttúrulega stappað af fólki og sveitaballa stemning. En hvað með okkur sem fílum ekki þetta hefðbundna íslenska djamm? afhverju í ósköpunum verður engin svona flott klúbbastemning einhversstaðar??
þeir einu sem auglýsa sig eitthvað með annað en sveitaballapíkupopp verður café Victor og þar eiga Dj Joeylove og Dj Gunni Tútti spila á neðri hæð nýjustu danstónlistina, en ég meina hvað kalla þeir “nýjustu danstónlistina” ? er það eitthvað svona alice deejay dæmi? fyrir utan að þeir sem hafa komið þarna inn þá eru svona “eldra pakkið” þarna inni.
Síðan er það sport kaffi. það er nú meira djókið. “Brjálað ljósa-show og danstónlist á Sportkaffi á Gamlárskvöld. Verðalaun veitt (í fljótandi formi) fyrir flottasta og einnig fyrir stærsta hattinn! Batman og Valdi Nýgræðingur sjá um að halda fólkinu í réttu stemningunni. Ódýrt inn !” Takið eftir, ódýrt inn. jeyj. þá vil ég nú frekar eyða þeim litlu peningum í aðra bjórkippu.
Síðan er það Prikið og Vegamót sem auglýsa sig í sameiningu, sem er auðvitað vit í því báðir staðirnir eru pínulitlir og á svipuðum nótum, þ.e.a.s. í hip hoppinu og old school.
Síðan er það blessaður Astró. þar verða þar Dj Kiddi Bigfoot, Dj Svali og Batman sem dj-ast, og maður eins gæti setið heima hjá sér og stillt á fm og aflitað sig vel og verið búinn að liggja í ljósabekk í nokkra daga og smjattað á extra. ( ekki gleyma varasalvanum í vasanum). En hins vegar verður Jagúar að spila á efri hæðinni á Astró. reyndar ekkert nema gott um það að segja fyrir þá sem fíla fönk. ég reyndar fór á gaukinn einhverntíma um áramót og þá voru þeir þar, held þetta var 99/00 og guð minn góður hvað mér leiddist. fáir voru þar inni svo ég lét bjóða mér í nokkur glös og svo fór ég bara heim að æla.
En well loks er það svo Gaukurinn, þar verður SSsól, en það er nú enn eitt sveitaballið. Er málið þá bara að verða haugafullur og skella sér svo?
En well, það eru engvir aðrir staðir sem auglýsa sig eitthvað, hvað um Thomsen? veit einhver hvað verður á seyði þar? og hvað þá NASA? mér finnst það synd og skömm með þessi hljóðgæði þar ef þeir ætla að bjóða uppá eitthvað sveitaball þar líka. Afhverju geta þeir ekki fengið einhvern þrusu góðan dj sem spilar kannski house/techno/trance/d´n´b og haldið geðveit djamm? ég meina staðurinn tekur ansi mikið að fólki og þá yrði þetta bara eins og ministry of sound eða eitthvað. ég meina hvern myndi EKKI langa á svoleiðis?
Hvað ætli þið annars að gera um áramótin? Sjálf bíst ég við að skella mér í nokkur partý til vinanna og ef það verður ekki búið að auglýsa neitt skemmtilegt í bænum fer ég sko ekki þanngað.