D. Ramirez á þriggja ára afmæli Flex Music á NASA 19. mars (PÁSKADJAMMIÐ ER Á MIÐVIKUDAG FYRIR SKÍRDAG MEÐ D. RAMIREZ Á NASA VIÐ AUSTURVÖLL)

D. Ramirez er plötusnúður Ministry Of Sound sem spilar breaks, techno, electro tech-house og twisted sexy house music.

D. Ramirez er sömuleiðis tónlistarmaður sem framleiðir ruddalegt og dirty electro tech-house.

D. Ramirez hefur komið fram undanfarið með mörgum af vinsælustu plötusnúðum heims, meðal annars: Armin Van Buuren, Sander Van Doorn, Axwell, Claude VonStroke, Switch, Green Velvet, Danny Howells, Áme, Bushwacka, Sander Kleinenberg, Justice, Eddie Halliwell og Steve Angello.

D. Ramirez er stolt útgáfufyrirtækisins Ministry Of Sound. Hann heitir réttu nafni Dean Marriott og kemur frá Brettandi. Fáir tónlistarmenn hafa náð eins góðum árangri í heimi skítugs elektró tech-house tónlistar eins og D. Ramirez. Er hann því einn af fáu tónlistarmönnum sem hafa náð að standast tímanna rás, enda búinn að vera lengi í bransanum. Dean hefur nýlega komið fram með mörgum af vinsælustu plötusnúðum veraldar um þessar mundir og virðist ekkert lát ætla vera á vinsældum hans og er það staðreynd.

Hið virta tímarit DJ Magazine ákvað að velja D. Ramirez sem besta tónlistarmann Bretlands í danstónlist árið 2007. Hann hlaut hin virtu Ivor Novello verðlaun fyrir endurhljóðblöndun á laginu Yeah Yeah með Bodyrox sem flest allir plötusnúðar heims voru fljótir að grípa en það lag varð í öðru sæti á Breska vinsældarlistanum og því fyrsta á Spænska vinsældarlistanum. Þess má geta að útgáfa þess lags rataði í 11. sæti árslista Party Zone á Rás 2 fyrir árið 2006 og á topp 10 árslista klúbbaþáttarins Flex á Xinu 9.77.

D. Ramirez fylgir ekki vinsældarlistum og vinnur sína tónlist út frá því og er ekki þekktur fyrir að fjöldaframleiða froðupopp. Hann hefur nýlokið útgáfu á tveimur plötum. Önnur platan ber heitið Rewind - Fast Forward sem er gefin út á Slave Recordings sem er hans eigið útgáfufyrirtæki. Meðal tónlistarmanna sem koma fram á þeirri plötu eru Ferry Corsten, Roger Sanchez, Plump DJs og Peace Division. Hin platan er sett saman af D. Ramirez sem ber heitið Session 13 og er ein virtasta sería Ministry Of Sound sem hlotið hefur miklar vinsældir um heim allan og er Ísland engin undantekning.

Umsagnir tónlistartímarita um D. Ramirez:
“D. Ramirez hefur lagt grunnin að elektró tech-house tónlist í heiminum í dag og hefur betri stöðu en allar þær hermikrákur sem fylgt hafa í kjölfarið. Það sem þessi plötusnúður veit ekki hvernig skal ganga frá klúbbum í dag er ekki þess virði að vita.” - Mixmag

“Ég hef ekki enþá kynnst neinum tónlistarmanni sem breytti yfirborði danstónlistar í Bretlandi eins mikið og D. Ramirez. Og mig grunar að ég þurfi að bíða í langan tíma í viðbót.” - Dave Jenkins, IDJ Magazine.

Tóndæmi:
Bodyrox - Yeah Yeah (D. Ramirez Remix): http://www.minnsirkus.is/Upload/flex/dramirez/yeah.mp3
Essential Mix 2006 - D. Ramirez: http://www.minnsirkus.is/Upload/flex/dramirez/dramirez_essentialmix.mp3
D. Ramirez að störfum á Ministry Of Sound klúbb Family í London: http://www.youtube.com/watch?v=F9hT_A6ubyU

D. Ramirez kemur fram á NASA við Austurvöll þar sem fólki finnst gaman að dansa og hreyfa sig. Ásamt honum munu þeir Ghozt og Eyvi sjá til þess að kvöldið verði vel sveitt og alveg í anda þeirrar klúbbageðveiki sem Flex Music stendur fyrir. Þetta á sér stund á miðvikudeginum fyrir Skírdag þann 19. mars næstkomandi.

Miðasala fer fram í Mohawks og á midi.is og á afgreiðslustöðum midi.is og kostar aðeins krónur 2.500 í forsölu en 3.000 við hurð.

Þú getur unnið þér inn boðsmiða með að fylgjast vel með klúbbaþættinum Flex á Xinu 97.7 öll laugardagskvöld frá 22 til 24.

Einnig eru aðrar leiðir til þess að næla sér í boðsmiða á kvöldið.
Með því að skrá flex@flex.is og setja “D. Ramirez á NASA 19. mars - Flex.is” í MSN.
Með því að setja plakat kvöldsins inn á MySpace.
Með því að taka þátt í skipulagningu kvöldsins og hafa samband með nafn og símanúmer á flex@flex.is.

Vefsíða Flex Music
Flex.is

Nýjasta afurð D. Ramirez
Rewindfastforward.com

Útgáfufyrirtæki D. Ramirez
Slaverecordings.com

MySpace vefsvæði D. Ramirez
Myspace.com/dramirezmusic

Umboðsskrifstofa D. Ramirez
Hopemanagement.co.uk

MySpace vefsvæði Flex Music
Myspace.com/myflexmusic