Hvítasunnu partý Techno.is Techno.is kynnir séríslenskt klúbbakvöld um Hvítasunnuna með tveim af ferskustu nöfnunum í íslensku danssenunni, þeim Exos og Plugg'd.

Exos er maðurinn á bakvið útvarpsþáttinn Techno.is og Techno.is kvöldin sem hafa verið í mikilli uppsveiflu á árinu þar sem nöfn eins og Fedde Le Grand, Pendulum og Sander Kleinenberg hafa komið framm.

Plugg'd samanstendur af þremur plötusnúðum og tónlistarmönnunum, Tweak, JayArr og Frigore. Þeir eru allir fastaplötusnúðar hjá Techno.is og hafa gert hvern smellinn af fætur öðrum vinsælli með endurhljóðblöndunum t.d. Martin Solveig - Something better (Bootleg mix) og Kokaloga með Dr. Mister og Mr. Handsome (Plugg'd Remix) sem var kosið lag ársins í Techno.is fyrir árið 2006. Ný heimasíða Plugg'd mun einmitt opna sama dag og Hvítasunnu giggið, eða þann 27.maí næstkomandi. En þangað til getiði kíkt á myspace-ið þeirra:

http://www.myspace.com/pluggdcrew


Ekki missa af ótrúlegri dansveislu sunnudaginn 27. maí á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll.

Húsið opnar kl 23.00 og er það Bacardi breezer sem býður upp á léttar veitingar á meðan byrgðir endast, einnig verða gefnir mixdiskar frá strákunum í Plugg'd fyrir 100 fyrstu gestina.

Forsalan er hafinn í Allsaints í Kringlunni og kostar aðeins 1000 krónur.

http://www.techno.is
http://www.myspace.com/pluggdcrew