Fyrsta froðupartý Íslands - The Foam Tour 2007 Jæja gott fólk, þá er biðin á enda. Nú þarf ekki að bóka farmiða til Benidorm, Ibiza, Tenerife eða Mallorca til að prufa froðupartý!

Á leiðinni til landsins er fyrsta froðuvélin sem kemur til með að bleyta upp í skemmtanaglöðum Íslendingum. Vélin kemur frá Texas í Bandaríkjunum og með í för eru 200 lítrar af froðusápu.

Fyrsta froðupartý Íslands (og þá er ekki tekið með inn í dæmið sápukúluvélin á Tunglinu, 1830) verður haldið á skemmtistaðnum Trix í Reykjanesbæ 17. febrúar næstkomandi - House, techno og blússandi R'N'B.

Það er upphafið að The Foam Tour 2007 sem kemur til með að fara hringinn í kringum landið og stoppa á öllum helstu djammstöðum á landinu. Dagsetningar sem eru bókaðar og eru 100% eru t.d.:

17. febrúar - Trix Reykjanesbæ
7. apríl - Prófasturinn Vestmannaeyjum
14. apríl - Svarthvíta Hetjan Egilsstöðum

Viðræður eru í gangi við skemmtistaði á eftirfarandi stöðum:

Reykjavík
Akureyri
Selfossi
Sauðárkróki
Ísafirði

Einnig viljum við benda skemmtanaglöðum einstaklingum, vinnuhópum og nemendafélögum að hægt er að leigja vélina fyrir lokuð partý - hún er ávallt leigð með manni sem sér um froðuvélina en einnig er hægt að fá allan partýpakkann þ.e.a.s. með plötusnúði, glowsticks, bolum og handklæðum, dönsurum, ljósashowi og dúndur hátalarakerfi.

Það er djamm fyrirtækið The Royal Entertainment Group sem boðar þessa byltingu í djamminu á Íslandi og lofa þeir að þetta er ekki eina nýjunginn sem þeir lofa á árinu….

Þeir sem vilja spyrjast enn frekar um froðuvélina er bent á að hafa samband við mig í gegnum atlimarg@simnet.is

Kveðja,

Froðufellirinn!