ég fór á inðóballið á fimmtudaginn var og það var svona sæmilegt.. en þegar klukkan var orðin 1 þá var ballið búið og ég ætlaði út..
það var gaur fyrir framan mig sem vildi greinilega meira að fara út en ég og ætluðu öryggisverðir að henda honum út.. það tók 3 til þess.. þegar það náðist þá varð gaurinn það reiður að hann kastaði ruslatunnu í glugga á astro sem brotnaði auðvitað..
gæslumennirnir hringdu á löggunna, stoppuðu röðina og sögðu að enginn færi út fyrr enn löggan kæmi.. þegar löggan loksins kom þá var hleypt okkur loksins út og var risastór múgur fyrir utan.. og þarna var löggan að klóra í hausinn á sér og vissi ekkert hvern átti að handtaka.. gæslumennirnir höfðu heldur ekki hugmynd og bentu í allar áttir.. allt í einu hrópar einhver hliðin á mér, sem er líklega vinur gaursins sem braut rúðuna: HLAUPTU, VALUR, HLAUPTU!!!… ;)
einhver gaur fer þá á sprett og hleypur úr miðjum múginum.. löggann tekur auðvitað eftir honum og elta hann fjórar löggur..
þetta var það fyndasta sem ég hef séð í langan tíma..
..ég hef ekki hugmynd hvort að það var náð gaurnum..

nú er bara spurningin.. hvor var heimskari.. vinur gaursins sem hrópaði á hann að hlaupa.. eða gaurinn sjálfur að hlaupa í burtu..
“nothing is bulletproof until its been shot” - CYP 9:13 the good book of the Crypt