6. október: Massaðasta haustdjammið í ár! Techno.is kynnir Anthony Pappa, Hugarástand & Exos @ Nasa 6.okt!

Föstudagurinn 6.október mun verða eftirminnalegur í íslenskri klúbbamenningu.
Þá er einmitt væntanlegur til landsins einn fremmsti og færasti klúbba plötusnúður heimsinns.
Hann heitir Anthony Pappa og er búinn að vera efst á óskalista hjá flestum áhugamönnum danstónlistar hér á landi.
Með Anthony Pappa koma fram Hugarástandsbræðurnir Dj Frímann og Dj Arnar sem að nutu bestu velgengni allra klúbbaplötusnúða Íslands seinni ára en þeir félegar hreinlega áttu gammla Thomsen tímabilið. Forseti techno.is klárar svo kvöldið en það er enginn annar en Addi Exos sem að tryllti lýðinn eftirminnalega á Moniku Kruse kvöldinu sem haldið var á Nasa 1.september.


Ferill Anthony Pappa lofaði góðu strax í byrjun.
Plötusnúður 13 ára og sigurvegari DMC plötusnúðakeppninnar 15 ára.
19 ára gamall vann hann mixmag keppni þar sem verðlaunin voru ferð til Bretlands og gigg á hinum virta klúbb Ministry of sound.
Þó að byrjunin hafi verið góð þá var það aðeins upphafið af glæstum ferli hans sem einn fremsti plötusnúður heimsins.
21 árs gamall tók hinn Ástralski Anthony þá djörfu ákvörðun að fara aftur til Bretlands, með ekkert nema frábæra hæfileika, plöturnar sínar og áætlun um að setja mark sitt á senuna.
Ástríða hans og náttúrulegir tónlistarhæfileikar vöktu athygli Dave Seaman hjá Stress Records og varð það til þess að Anthony komst á samning hjá þeim. Á næstu 4 árum náði hann að skapa sér mjög gott orðspor sem plötusnúður þökk sé stanslausum túrum og með því að koma fram á stórum og þekktum viðburðum eins og Renaissance.
Anthony hellti sér út í lagasmíðar ásamt Alan Bremner og saman gáfu þeir út undir nafninu Freefall, smáskífuna Skydive sem náði þvílíkum vinsældum á klúbbum um allan heim. Remix á lögum eins og Sun rising eftir The beloved átti eftir að leiða af sér enn meiri athygli frá blaðamönnum og öðrum plötusnúðum .
Síðan þá hefur Anthony stanslaust ferðast um heiminn til að spila og kynna tónlist sína fyrir fjöldanum.
Undanfarið hefur hann einbeitt sér jafn mikið að því að pródúsera og semja tónlist og hefur hann ásamt Barry Gilbey gefið út smáskífur og remix undir nafninu Pappa & Gilbey.
Mix eftir kappann eins og Nubreed og Balance, og plötur fyrir React og Renaissance hafa einungis aukið á vinsældir hans.
Hans einlægi og geðþekki karakter, þéttskipaða dagskrá og hæfileikar gera hann að mjög hentugum sendiherra fyrir ekta klúbbatónlist eins og við þekkjum hana í dag. Anthony Pappa hefur notið gríðarlega vinsælda hér á Íslandi og eru danstónlistarunnendur hér á landi búnir að bíða spenntir í mörg á eftir heimsókn kappanns. Þetta er í fyrsta sinn sem Anthony Pappa kemur til landsins en hann er einmitt núna að túra um Suður og Mið Ameríku.
Anthony Pappa hefur verið einn sá fremmsti í sínu fagi og spilað með mikið með mönnum eins og Sasha, John Digweed og Steve Lawler svo einhverjir séu nefndir. Einnig hefur Pappa komið víða við og spilað mikið í Asíu, Bandaríkjunum og Suður Ameríku.

Hugarástandsbræðurnir Frímann og Arnar snúa aftur

Eins og flestir vita voru Hugarástands-kvöldin orðin mikilvægur hlekkur í dansmenningu Íslands. Plötusnúðarnir Frímann og Arnar hafa suðu saman einhver bestu klúbbakvöld sem landinn hefur upplifað með þéttum og funky danstónum sem fengu hvern mann til að dansa. Þetta þekktu þeir sem fóru á þessi mögnuðu kvöld. Stemningin var eins og hún gerist best út í heimi, fullt dansgólf og eðal groove í gangi. Strákarnir náðu ótrúlega góðri formúlu í gang, Frímann úr hörðu (techno) deildinni og Arnar úr mjúku (house) deildinni. Þegar þessir tveir heimar mætast verður til Hugarástand, blanda sem snar virkar, kraftmikið og seyðandi. Nú hefur Techno.is fengið þá félaga til liðs við sig og munu þeir hita upp fyrir eitt fremmsta og heitasta nafnið í danstónlistinni, Anthony Pappa sem spilar á Nasa 6.október. Það er óhætt að segja að unnendur alvöru klúbbakvölda ættu ekki að láta þetta kvöld fram hjá sér fara en liðin eru akkurat 10 ár síðan Hugarástand kom saman í fyrsta skiptið.

Forsalan er nú þegar hafin í 12 tónum og kostar 1500 kr. en rukkað er 1800 við hurð.
Athugið, takmarkaður fjöldi miða í forsölu.
Húsið opnar klukkan 23.00

http://www.Techno.is
http://www.exosmusic.com
http://www.myspace.com/technois