FLEX MUSIC OG SIRKUS KYNNA!

GABRIEL & DRESDEN Á RISA KLÚBBAKVÖLDI

25 ágúst nk verður slegið upp heljarinnar klúbbakvöldi á skemmtistaðnum Broadway . Hinir einu sönnu Josh Gabriel og Dave Dresden, eða dúóið Gabriel & Dresden, ætla að trylla dansþyrsta íslendinga á Broadway föstudaginn 25.ágúst á Risa Klúbbakvöldi.

Skemmtistaðnum verður breytt í alvöru klúbb þar sem ýmsar breytingar verða gerðar á staðnum svo hann henti klúbbakvöldi sem best.

Til dæmis verður bara neðri hæðin á broadway notuð á þessu kvöldi og staðnum hreinlega breitt í það horf sem aldrey hefur sést áður! Ljósa & hljóðkerfi verður einnig í hæðsta gæðaflokki.

Þeir semja melódíska danstónlist sem einkennist af fallegum tónum og ótrúlegum röddum.
Ásamt því að hafa samið stefið fyrir Nip/Tuck sáu þeir um titillag óskarsverðlaunamyndarinnar Brokeback Mountain.
Einnig hafa þeir verið tilnefndir þrisvar sinnum til hinna eftirsóttu ,,Dance Star,, verðlauna í bandaríkjunum fyrir Best Producer, Best Single, og Best Break Through DJ.

Sem plötusnúðar hafa þeir túrað um heiminn og spilað á flottustu klúbbum og skemmtunum heims.

Þeir eru staddir í 21. sæti heimslistans yfir bestu plötusnúði heims um þessar mundir og eru á hraðri uppleið. Þeir hafa gefið út og remixað yfir 30 lög eftir þekktustu listamenn heims á borð við við Annie Lennox, Dido, Sara Mclachlan, Britney Spears, Maddona, Paul Oakenfold, DJ Tiesto og fleirum.

Gabriel hefur verið í bransanum og í að semja og vinna við tónlist síðan 1981 og var í byrjun að búa til og semja lög, hann er hámenntaður í faginu og var á yngri árum að vinna í studiovinnu og hans stærstu verkefni voru tónlistarframleiðsla ofl fyrir fyrirtæki á borð við Sony ,Disney, Sega og Oddworld.

Næsta skref hjá Gabriel var að stofna tónlistarforritið ,,Mixman,, og hann var aðaleigandi og stjórnarndi Mixman Technologies Inc. Í 8 ár!

Dresden hins vegar hafði verið að DJ’ast um heiminn undanfarin 15 ár þangað til 2004 þegar þegar þeir báðir ákváðu að leiða saman hesta sína og stofna DJ dúóið G&D, Gabriel og Dresden, og síðan þá hafa þeir skotið sér uppí 21 sæti yfir bestu plötusnúða veraldar www.thedjlist.com og eru eins og fyrr sagði á hraðri uppleið.
Þeir koma fram báðir á Broadway og hafa lofað ótrúlegu kvöldi !
húsið opnar kl 23,00 og verður opið til kl 5,30. DJ Ghozt & Brunhein sjá um að hita upp. En áætlað er að stjörnur kvöldsins stígi á svið kl 1,30 eða 2,00 miðaverð verður ekki nema 1500 kr og verða allir miðar seldir við hurð.

Flex Music – http://www.flex.is
———————-