Þessa dagana eru mikið í gangi hjá Flex Music, meðal annars eru eigendaskipti hjá fyrirtækinu , Grétar G (the don) sem er þessa dagana á leið erlendis í nám og er annar eigandi Flex, hefur selt sinn hlut til Kristins Bjarnarsonar sem starfar hjá 365 miðlum og er oftast kenndur við ,,Ghozt,,. Kristinn eða Kiddi eins og hann er oftast kallaður og Heiðar hinn helmingur Flex Music eru þessa dagana að raða niður stórum klúbbakvöldum fyrir næstu mánuði og árið

Einnig er nýr útvarpsþáttur á leiðinni í loftið öll laugardagskvöld frá 22,00-24,00 á Xinu 977 sem ber heitið FLEX

Fyrsti þáttur er núna 12 ágúst (annað kvöld)

Kiddi og Bjössi brunahani verða raddirnar og mennirnir á bak við þáttinn og munu þeir fara yfir allt það helsta sem er að gerast í dans og klúbbatónlist í dag! Einnig verða spiluð reglulega ,,essential,, mix eftir stærstu plötusnúðana í dag og heitustu plötusnúðar klakans munu verða reglulegir gestir í þættinum og spila DJ sett! Ásamt fréttum & fróðleik af klúbbamenningu landans ofl

Þessa dagana er verið að díla við nokkra súperplötusnúða og raða niður næstu mánuðum og einnig er búið að bóka Desyn Masiello 01 des á Nasa.. sem átti að koma 17 júní en veiktist skindilega og afbókaði öll gigg 3 mánuði fram í tímann.. kappinn er víst ,,on fire,, þessa daganaa og hefur aldrei verið betri og er að túra þessa dagana með engum öðrum en Sander Kleineberg!

Ef allt gengur eftir er enginn annar en Steve Lawler næstur á lista en allt seinasta ár reyndum við hjá Flex Music marg oft að fá kappann en eitthverra hluta vegna gekk það aldrei eftir, enda er kappinn einn sá allra heitasti í dag….. þetta ásamt fleiri fréttum kemur allt í ljós á næstunni og við komum með update þegar nær dregur. bestu kveðjur Flex Music /// www.flex.is
———————-