Ekki fyrir löngu síðan gat maður verið viss um það á þónokkuð mörgum
stöðum að heyra vandaða og góða tónlist ósmitaða af útvarpssíbiljunni. Það er
ekki hægt að segja að það sé satt lengur.

Er þessari nýju kynslóð sem nú er að koma upp í skemmtanalífinu alveg sama
hvað hún hlustar á, svo framarlega að það sé hægt að syngja með og hoppa?

Prikið er orðin Hip-Hop-Club. Gott stuð og góð Hip-Hop tónlist. Samt meira
minna það sama og maður heyrir í útvarpinu (eða hefur heyrt síðustu 10 árin,
jump around, fight the power… etc).

Vegamót er að reyna að feta svipaðar slóðir. Farnir að reyna að ná Robba yfir
og biðja dj-eija um að spila “eitthvað sem fólk kannast við…”

Kaffibarskynslóðin dó þegar Gullfoss og Geysir spiluðu Brian Adams á
kaffibarnum. Allt kúl búið þar.

Hús Málarans er eins og Nelly's. Bara flottara húsnæði. Greyjið snúðarnir
þurfa að spila sömu hittarasyrpuna á hverju kvöldi og halda regluleg 80's
kvöld.

Það er helst að það sé metnaður á Circus. Verst að ég er ekki í MH.

Ég held við þurfum ekki að fara út í selfoss-staðina við Tryggvagötu.

Það eru ekki mörg ár síðan skemmtistaðir og barir sem fóru yfir í Commercial
línuna voru stimplaðir sell-out og hallærislegir.

Ætli þetta sé ekki bara tímana tákn. The Underground is the new POP.