Roni Size á Íslandi 19. apríl ath. eftirfarandi texti er hafður eftir Adda okkar Exos:

RONI SIZE @ NASA 19. APRIL.

TECHNO.IS kynnir Roni Size á Nasa, miðvikudaginn 19. apríl, daginn fyrir sumardaginn fyrsta.

Roni Size er án efa eitt af stærstu nöfnunum í danstónlistarheiminum en kappinn er kenndur við drum and bass og jungle. Mörg af hans lögum hafa orðið geysi vinsæl eins og “Brown paper bag” og fyrsta platan hans “New forms” sem hann gerði ásamt hljómsveit sinni, en Roni Size/Reprazent skaut honum upp á stjörnuhiminninn.
Hann er einn allra virkastri meðlimur drum and bass senunar en þrátt fyrir það hefur hann aldrei spilað á Íslandi fyrr en nú.

Roni Size mun spilar á Nasa miðvikudaginn 19.Apríl í boði TECHNO.IS en það er einmitt daginn fyrir sumardaginn fyrsta sem einmitt telst rauður dagur.
Ásamt Roni Size koma fram fullt af tónlistarmönnum á borð við techno gestgjafann Exos, Hermigervil sem spilar nýtt og ferskt lifandi efni og
Reykjavik Swing Orchestra sem samanstendur af heilum þremur hljómsveitarmönnum, söngkonu, bassaleikara og raftónlistarmanni.
Dr.Mista og Mr.Handsome koma einnig fram og allir ættu að þekkja þá eftir mikla tónleikaspilun og
geysivinsældir í útvarpi.
Plötusnúðarnir Dj Richard Cuellar og Dj Óli Ofur slá tóninn á efri hæðinni ásamt Dj Kaido Kirikmae sem er einn virtasti plötusnúður og tónlistarmaður Eistlands.
Þótt að Roni Size sé án efa stærsta nafn kvöldsins
byrjar kappinn snemma en húsið opnar kl.23.00.

Miðaverð er aðeins 1800 við hurð en 1400kr í fosölu og eru miðarnir seldir í 12 tónum.

Ryan Williams, betur þekkrtur sem Roni Size, kemur frá Bristol í Englandi og er eitt stærsta og virtasta nafnið í drum and bass heiminum í dag. Roni Size skilur eftir sig gríðarlegt magn af smáskífum, breiðskífum, endurhljóðblöndum og öðrum tónverkum og hefur hann unnið með tónlistamönnum á
borð við Method Man úr Wu Tang Klang, Rage Against the Machine og Cypress Hill.

Einnig hefur Roni Size spilað út um allan heim og þá oft með heilli hlljómsveit á bak við sig en hann stofnaði hljómsveitina Roni Size / Reprazent með félögum sínum DJ Die, DJ Suv, MC Dynamite , Dj Krust og Onallee.
Frægasta verk þeirra var fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar en hún bar nafnið “New forms” og kom út árið 1997 en sú plata vann hin eftirsóknarvertu “Mercury” verðlaunin í Bretlandi.
Eftir það varð Roni Size einn vinsælasti og virtasti drum and bass tónlistarmaður Bretlandseyja og náðu vinsældir kappanns langt út fyrir heimaland hans því platan New Forms náði metsölum og seldist meðal annars grimmt á Íslandi.

Upphaf tóniðkunar Roni Size má rekja til þáttöku hans í verkefninu Basement Project program for Bristol's musical youth; og kom snemma í ljós
að kappinn stefndi á að endurskapa danstónlistina með einstakri næmni og eyra til að gæða tónlist sina mikilli uppljómun.
Með rætur í dub ,reggae og hip hop stakk hann sér á bólakaf í danssenu níunda áratugararins, og synnti þar um í nálægð við vini sína í Massive Attack, Tricky og fleiri verðandi stórfiska.

Roni Size hefur gefið út ótrúlegt magn af tónlist einn og óstuddur en hann hefur nú þegar gefið út 70 smáskífur , 9 breiðskífur og heilar 240 endurhljóðblandanir eftir tónlistarmenn á borð við Goldie, Nuyorican Soul, Basement Jaxx, Janet
Jackson, Layo & Bushwacka, Röyksopp og stórsveitina U2.
Hann hefur einnig unnið mikið með öðrum drum and bass tónlistarmönnum eis og til dæmis Adam F, Ray
Keith og myndað sveitir eins og Breakbeat Era, Wings, Scorpio og þá þekktustu, Roni Size / Reprazent. Með þessum hópum hefur Roni Size skilið enn meira efni til útgáfu. Hann á einnig útgáfufyrirtækin Dope Dragon, Full Circle Records og Full Cycle en það siðastnefnda stofnaði hann með félaga sínum Dj Krust.

Með óhyggjandi tónlistarlegri nálgun og tileinkunn til hæstu tóngæða, vann Full Cycle sér fljótlega inn orðspor sem útgáfa sem vert var að fylgjast með.
Árið 1996 tók Roni Size höndum saman við Dj Krust og Dj Die ásamt MC Dynamite og Onallee og þar af leiðandi mynduðu hljómsveitina Reprazent er gaf út plötuna New Forms eins og áður kom fram. Hafa þeir kappar ekki setið að aðum höndum því þeir hafa gefið út yfir 20 plötur, og troðið upp á öllum helstu klúbbunum víðsvegar um heiminn.
Platan New forms markaði tímamót fyrir drum and bass stefnuna vegna hversu vel hún var gerð. Þarna var blandað saman Acoustic Gítar með lifandi trommuleik og bassa. Einnig komu fram söngvarar og
blásturshljóðfæri sem áttu sig engann líkann.. Sérstakur hljómur plötunnar varpaði sviðsljósi drum and bass senunnar aftur á Bristol beatsmith.
Roni Size var alinn upp af foreldrum sínum sem að vou innflytjendur frá Jamaica í úthverfum Bristols.
Þar lærði hann grunnatriðin um hip-hop í partýum og klúbbum. Um mið unglingsárin var hann svo rekinn úr skóla og var til vandræða í hverfinu sína til langs tíma eða þar til að hann fór að fikta við að búa til house og reggae tónlist um síðari hluta níundaáratugarins.
Árið 1990 kynntist hann svo “útgáfu meisturunum” DJ Krust, Suv og DJ Die á Glanstonbury Festival.
Um nokkuð skeið var hann í sambandi við þá þrjá eða þar til á endanum komu þeir á fót saman Full Cycle label. Full Cycle óx mjög fljótlega og dafnaði og innan skamms var það farið að gefa út jafnt flæði af smáskífum.

Hermigervill kemur einnig fram á aðalsviði Nasa þetta umrætt kvöld en Hermigervill hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri fyrir tónlistarsköpun sína en hann hefur meðal annars verið virkur í starfsemi TFA sem og að hafa unnið endurhljóðblöndunarkeppni Quarashi sem fram fór síðasta vetur. Tónlist kappanns ber öll einkenni elektrónískrar tónlistar en þó má
segja að sé í stíl við Kruder and Dorfmeister, Wiseguys og DJ Shadow.
Hermigervill semur ávalt sérstaka tónleikadagskrá fyrir hverja tónleika en hann spilar með hljóðfærum sínum undir glimmrandi hiphop töktum sem að þróast svo yfir í margskonar kima raftónlistar eins og house, electrofunk og downtempo.

Reykjavik Swing Orchestra kemur fram á undan Roni Size en er það hljómsveit sem vakti mikla athygli á síðustu airwaves hátið.
Um er að ræða danstónlist í anda Gus Gus nema að þarna er á ferðinni bassaleikur og söngur í takt við rafræna danstónlist sem er matreidd af hinum ógurlega Mastermind en hann heitir réttu
nafni Ingi Thor.

Dr.Mister & Mr.Handsome stíga einnig á stokk þetta kvöldið en þeir eru búnir að stimpla sig vel inn hjá okkur íslendingum með ótrúlegum tónleikum á Nasa upp á síðkastið. Þá er lagið þeirra “kokaloca” búið að vera að gera allt vitlaus á öldum ljósvakans. Einnig hafa drengirnir skrifað undir samning hjá Cod music svo það verður spenandi að heyra hvað þeir hafa upp á að bjóða 19. april.

Skífurþeytarar kvöldsins ásamt Roni Size verða fjórir talsinns: Exos, Dj Oli Ofur, Dj Richard Cuellar og Dj Kaido Kirikmae.
Exos er einmitt maðurinn á bakvið þessa tónleika og mun þeyta skífum rétt á undan Roni Size en hann er búinn að vera halda heljarinnar tónleika á Nasa með nöfnum eins og Misstress Barbara, Adam Beyer, Marco Bailey og spilaði á lokatónleikum Gus Gus í mars mánuði síðastliðnum.

Dj Kaido Kirikmae er frá Eistlandi og er einmitt fremmsti raftónlistarplötusnúður Eistlands en hann á langan feril að baki sem tónlistarmaður. Hann rekur einnig plötuútgáfu sem hefur gefið út eftir íslensku sveitina Worm is Green og tónlistarmanninn Ruxpin.

Dj Richard Culler og Dj Óli Ofur sjá svo um efri hæðina á Nasa en þessir tveir
eru orðnir heitustu plötusnúðar útvarpsþáttarinns Party Zone á Rás 2og lofa miklu fjöri á efri hæðinni.

Ekki láta ykkur vannta á Nasa þann 19.april næstkomandi, daginn fyrir sumardaginn fyrsta. Og munið að aðalnúmer kvöldsins, Roni Size mun byrja í fyrra fallinu.

Sjáumst þar!