þegar þessi orð eru rituð er vika liðin frá hini umdeildu verslunarmannahelgi 2001.
Margir, jafnt ungir sem aldnir, sópuðust úr bænum og komu upp tjaldi á hinum
ýmsu landshlutum. Þar ber hæst að nefna Vestmanneyjar, Þjóðhátíðin fræga,
Kántrýhátíðin á Skagaströnd, Bindindismótið á Galtalæk og Eldborg hin endurbætta.
Akureyri er aftarlega á merinni eftir að Halló Akureyri var kippt af koppnum.
Sjálf var ég ein af fáum sem var eftir í höfuðborginni. Var að vinna á súperlaunum.
Allir mínir vinir og jafnaldrar þustu úr bænum með lopapeysu, kuldaskó, einnota
grill í bakpokanum eins og sönnum íslendingi sæmir.
Nokkrir vinir mínir fóru á Kántrýhátíðina sem er víst voða gaman, enda er alltaf
frábært að geta sprangað um á gatslitnum gallabuxum og með kúrekahatt og þótt svalur.
Þónokkrir fóru á bindindismótið í Galtalæk. Það er sorglegt en það virðist
sem að flestir unglingar haldi að gleðin komi úr flöskunni. En það var víst rosa gaman
þar enda eiginlega um forboðið fyllerí að ræða!
En þrátt fyrir margar magnaðar skemmtanir lá streumir í ár til Eyja eins og
svo oft áður og Eldborgar enda hafa unglingar og ungt fólk alltaf verið óragurt við
að prufa eitthvað nýtt.
Í eyjum var þetta venjulega: hörkustuð, sukk og svínarí, brekkusöngur með Árna J,
varðeldur, flugeldasýning og hvað eina. Og svo auðvitað alveg einstök stemming.
Í Eldborg var allt “í ljósum logum” ef svo má að orði komast. Frábærar hljómsveitir
á hverju strái, fullir einstaklingar í bland við edrú einstaklinga og allir að skemmta sér vel.
Hún er ófögur lýsingin, nauðganir, árásir og stungur var meðal efnis.
Og hvað er sagt? “Ekki á að leyfa unglingum að fara eftirlitslausum á útihátíðir” “Drykkja
unglinga var mikil” “Unglingar léku lausum hala” og svo frameftir götum,
Þetta gefur aldeilis skýra mynd af okkur í kókópuffskynslóðinni. Við erum öll upp
til hópa drykkjuhrútar, stóreykingarmenn og ofbeldismenn með meiru sem gera ekkert
annað en að éta dóp og þefa af gasi. Það virðist nefnilega vera sem svo að aðeins slæmar
fréttir komist í blöðin. Þessar góðu seljast ekki vel.
Ég veit vel að unglingar drekki og reyki. Ég er í þeim hóp. Lítill hópur unglinga
( sem því miður fer ört stækkandi) nota fíkniefni. Mjög lítill hópur sem aðalega er innan
fyrrnefnds hóps, ráðast á fólk í tíma og ótíma. Þetta eru svörtu sauðirnir og þeir munu
alltaf vera til staðar í öllum stigum þjóðfélagsins. Það þýðir ekki að draga alla
unglinga niður í svaðið.
Ég viet ekki hversu margar nauðganir voru um versló en ég veit að þær
sem ég hef frétt af (vinir mínir hafa þá séð eða jafnvel lent í að einhverju leyti)
voru ekki framdar af unglingum .Flestir eru þetta menn um 20 og 30 og það kalla ég
ekki unglinga. Það er vegna þessa að málshátturinn “Unglingum er ósómi siður” er fastur í
hugum margra.
Múna hef ég létt af hjarta mínu og tjáð mínar skoðanir….og núna langar mig að vita
þínar?
There is no RL-there is only AFK.