Áramótapartýið okkar á Hverfisbarnum heppnaðist vel í alla staði. Ég held að allt hafi ekki getað gengið betra upp og ég skemmti mér konunglega og allir sem ég hef talað við. Við efndum okkar loforð og skárum á miðasöluna á hárrétum tíma, húsið var hæfilega fullt og við höfðum séð til þess að það var nóg af sætum stelpum :) Það má segja að það hafi verið umtalað hversu mikið af sætum stelpum var komið fyrir í sama partýinu á Hverfisbarnum og því höfðum við líka lofað :)

Bavaria bjórinn flæddi um staðinn enda gáfum við rúmlega 100 flöskubjóra og fjóra kassa fyrir 03.00 en það var einungis partur af öllum gjöfunum! Fyrir utan það held ég að ég sjálfur hafi keypt 30% af seldum Bavaria í gleri því ég keypti amk 3-5 bjóra í hvert skipti sem ég fór á barinn og ég skal segja ykkur að það var ekki sjaldan :)

Ég vil bara þakka fyrir mig og þá sérstaklega þeim sem komu og skemmtu sér með okkur en fyrir hina sem misstu af partýinu þá eru hellingur af myndum úr partýinu á www.Ímynd.is!

Kær kveðja!
Hallgrimur Andri