Hugarástand Lundúnarbúans Barclay Tong tekur stökkbreytingum þegar hann tekur sér stöðu við plötuspilarana. Þá kemst ekkert að í huga hans nema harður heimur plötusnúðsins; dynjandi takturinn, argandi dansgólfið og sveittur plötunúningur. Barclay tekur á sig mynd hins ógurlega DJ Panik, sem íslenskir dansáhugmenn hafa nokkrum sinnum orðið fyrir barðinu á. Húkkaraball Breakbeat.is félagskapsins verður haldið fimmtudagskvöldið 2. ágúst á Café 22 …og þar verður DJ Panik í aðalhlutverki.

DJ Panik hefur komið í þrjár heimsóknir til Íslands og m.a. spilað á sögufrægu úrslitakvöldi Herra Breakbeat.is á Café 22 og Synthetic viðburði á Gauknum. En kappinn gerir ýmislegt annað en að spila fyrir Íslendinga. Hann treður reglulega upp á næturklúbbnum Movement í London og heldur úti eigin útvarpsþætti á vefstöðinni Londondirect.com. Panik er víst vanur að snerta á alla fleti jungle og drum & bass tónlistarinnar í syrpum sínum.

Ballið hefst klukkan 21:00 og stendur til 02:00. Meðlimir Breakbeat.is kru hita upp fyrir Panik. Aldurstakmarkið á kvöldinu er 18 ár og miðaverðið er 500 krónur.

-www.reykjavik.com- -djamm- Allt um djammið.

Allir á húkkaraballið.