Fjögurra daga tónlistarhátíð í 101.
Fram koma m.a. Darius (já hann er kominn aftur!),
dj. Mark Knowles (UK, progressive),
Dj. Pedal (NYC drum'n'bass gella), Hugarástand, Árni E, Margeir, dj. Sunshine (Sóley), Natalie&Raven (dj. sett), Egill Sæbjörnsson, Einóma, Skurken, Frank Murder, Árni Sveins, Dj. Glamúr Gellur, Ívar Örn, Biogen, Ilo, Exos, Árni Valur og fl. og fl… Það er alltaf skemmtilegast í bænum þegar pakkið er farið út á land!

-www.thomsen.is-

Já góðir hálsar þetta á eftir að verða feitasti staðurinn til að svitna á um verslunarmannahelgina. Allir bestu dj-arnir og feitasta fjörið. Einnig mun vera gaman að sjá Egil spreyta sig á Thomsen því að lítið hefur hann komið fram og blasta.
Einnig er það hugarástand sem hefur aldrei klikkað og hafa margir svitnað vel við standið. Exos er nottlega virkilega öflugur að fleyta fram feitri tónlist eins og alltaf. Svo verður gaman að sjá hvernig erlendu plötusnúðarnir spjara sig en satt best að segja held ég að þeir eigi eftir að rokka spikfeitt.
Svo niðurstaðan er sú að þú finnur ekkert svona einhvers staðar úti á landi í tjaldi með tjaldpól uppí rassinum, svo um að gera að fara á feitasta djammið um verslunarmannahelgina á Thomsen.