Þar sem Verslunarmannahelgin fer að nálgast óðfluga og fyrri minningar um óhófs alkóhóls notkunar og villtar svefnpokafarir spretta upp, verð ég að beina huga mínum til Kirkjubæjarklausturs. Fyrir 6 árum var haldin ein skemmtilegasta verslunarmannahelgi sem um getur og ljósið sem skein bjartast þá var UXI. Fordæmd fyrir að hafa verið vettvangur gífurlegrar eiturlyfja sölu og notkunar (sem ég tók mjög lítið eftir) var þessi hátið brennimerkt í augum marga sem syndafestival. En við sem vorum þar vitum að fyrir utan það þá var þetta án efa ein besta útihátíð sem hefur verið haldin á Íslandi, og þar fremst í flokki var tónlistin sem var spiluð. Í gegnum árin hefur tónlistin um verslunarmannahelgina einkennst af frekar púkó en samt skemmtilegum lögum sem allir kunna að syngja og núna er selfosspoppið að taka við. Það sem UXI hefur haft framyfir allar aðrar hátíðar var þessi gífurlega tónlistardagskrá. Prodigy, Atari teenage riot, Björk og margir aðrir. Eitthvað nýtt og ferskt sem var einfaldlega sagt allveg drulluskemmtilegt. En þar sem UXI verður að öllum líkindum aldrei haldin aftur, ekki á kirkjubæjarklaustri þar sem bæjarstjórnin fékk meiri pening en hún gat notað og aumingja grasið var víst eitthvað slappt. En það er ennþá von að einstaklingarnir sm héldu þetta upphaflega muni sjá að sér og uppfilla örvæntingaróp íslenskar alþýðu um bjargvætti frá selfosspoppi og vanafestu um bestu helgi Íslands. Muni sjá að sér og uppfylla draum minn um nýjan UXA þar sem við getum hists aftur og skemmt okkur saman með tónlist framtíðarinnar dúndrandi yfir höfðum okkar. Nýjan UXA fyrir nýjar kynslóðir.

:)
PLUR
Peace Love Unity Respect
————————-