Fyrst þegar ég frétti af því að til stæði að halda Eldborg á ný kviknaði von í
hjarta mínu um að loksins yrði sett upp almennileg tónlistarhátíð um
verslunarmannahelgi sem miðaðist ekki við tónlistarsmekk bændasona og
annarra á Suðurlandi (aka Selfoss).

Ekki að ég vilji gera lítið úr þeirra smekk, það eru bara nú þegar í gangi aðrar
úti- og inniskemmtanir um verslunarmannahelgi sem gera honum skil.

Line-uppið er að mér skilst eftirfarandi:
Stuðmenn, Skítamórall, Ný Dönsk, Greifarnir, Sóldögg, Buttercup og Írafár,
Lúdó og Stefán og Geirfuglanir

Ok. Stuðmenn og Nýdönsk fá alveg respect fyrir það sem þeir gerðu á síðasta
og þarsíðasta áratug. Þeir voru einfaldlega það sem þá var í gangi. Hin böndin
eiga ekki tilverurétt í nútímanum. Þetta eru hljómsveitir sem eiga það eitt að
vera góðar í að skemmta dauðadrukknum ungmennum á sveitaböllum. Þess á
milli gefa þau út ömurleg lög með enn ömurlegri myndböndum…

Hvar eru plötusnúðarnir eða einhverjar af þeim fjölmörgu íslensku
hljómsveitum sem eru að gera eitthvað af viti, svo ekki sé talað um einhverjar
erlenda spámenn til að krydda þetta aðeins. Halda tónleikahaldarar í alvöru að
ekkert hafi breyst hér á síðustu 10 árum?

Ég legg til að við sýnum þessum mönnum sem standa að þessum hátíðum í
eitt skipti fyrir öll að það er komið árið 2001. íslendingar eru komnir í
fremstu röð í tónlistarsköpun í heiminum. Við erum ekki þekkt fyrir
selfoss-popp (þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þess konar hljómsveita til að
koma sér á framfæri erlendis, plötufyrirtækjum þar til mikillar skemmtunar).

Ég verð í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Þetta verður örugglega
skemmtilegasta helgi ársins, öll fíflin farin úr bænum… :)

swiiiing