Þrátt fyrir að ég sakna Íslands alveg voðalega mikið þá trúi ég því varla ennþá að það sé svona fullkomið að djamma hérna í Malmö þar sem ég bý!
Ég var ekkert kominn inn í þetta þegar ég bjó á Íslandi enda var ég bara 14 ára! Núna er ég að verða 17 :) og hef djammað á fullu í um það bil eitt ár :)
Ég er ennþá ungur og hér í Svíþjóð má ég ennþá ekki drekka í rauninni. En svíarnir fatta í rauninni ekki að þeir eru að láta ungt fólk drekka! Staðurinn sem að ég bý á er fullkomnari en nokkur annar staður! Hérna eru 2 klúbbar sem að hleypa inn fólki sem er eldra en 16. En ef maður er 16-18 þarf maður að borga 100 sænskar krónur (1000 ISK) och maður má ekki drekka neitt en hvaða 16 ára ungmenni fer inná klúbb án þess að drekka?
Það sem er ennþá fullkomnara er hitinn og ströndin á sumrin. Þegar maður vill taka því rólega og ekki fara inná klúbb og dansa og svitna alla nóttina förum ég og vinir mínir bara niður á ströndina, grillum og fáum okkur smá áfengi á eftir. Stundum er svo mikið fólk niðrá ströndinni að það er næstum því hægt að kalla það partý og það er sama tilfinning því að það er mjög heitt :). Við spilum fótbolta og stundum förum við meira að segja útí!
Þetta er það besta sem ég hef kynnst í langann tíma!
Annar hlutur sem er alveg frábær er að Malmö er 40 km. frá Kaupmannahöfn og til þess að komast þangað tekur maður lestina yfir brúnna sem tekur 20 mínútur! Þarna er aldurstakmarkið 16 ára til þess að kaupa áfengi og ég var þarna núna um helgina :)
Ég og vinum mínum langaði að gera eitthvað öðruvísi þannig að við ákváðum að fara yfir brúna og smella okkur inná írlenskan bar sem að ég veit um. Þarna var fólkið svo vingjarnlegt og ég hef sjaldan skemmt mér eins vel og ég gerði þar!
Það versta er bara að það er 18 ára aldurstakmark á áfengi í Svíþjóð og þess vegna má ekki taka með yfir ef maður er undir 18 ára.
Svo er að sjálfsögðu Þýskaland þar sem hægt er að fá áfengi nánast ókeypis. Reyndar er aðeins meira mál að fara þangað en það þarf að taka ferju sem að syglir í 3 klukkutíma aðra leið. Það varð svo vinsælt að lögreglan í Svíþjóð þurfti að setja smá max magn sem má taka með sér yfir.
Það er auðveldara, skemmtilegra og ódýrara að djamma hér!
Ég vona að ykkur fannst djammsagan mín skemmtileg :)