Oldschool Hardcore á Club 22 Gamla góða hardcore tónlistin og rave stemmningin verður rifjuð upp á Club 22 fimmtudagskvöldið 19. júlí. Tilefnið er viðburður sem kallast Old skool hardcore hamingja þar sem plötusnúðarnir DJ Grétar G, DJ Bjössi Brunhani, Orko og DJ Elvar Ingi dusta rykið af plötunum í kjallaranum og hverfa aftur til andrúmsloftsins sem ríkti í dansmenningu Reykjavíkurborgar við upphaf tíunda áratugarins.

Old skool hamingjan hefst stundvísslega klukkan 21:00 og stendur til 02:00. Á staðnum verða seldir nýjir íslenskir mixdiskar með öllu því besta í hardcore músíkinni frá árunum 1990-93. Aldurstakmarkið er 18 ár og miðaverðið er 500 krónur. Aðstandendur kvöldsins hvetja fólk til að mæta snemma til að forðast örtröð. Rave on!!

Ekki oft sem maður fær svona djamm og eru því sterkar líkur á því að mar mæti.