Meira um Eyjar Margir eru eflaust að skella sér til Eyja í fyrsta skifti á Þjóðhátið núna um Verzlunarmannahelgina. Hér eru smá upplýsingar fyrir þá. (og aðra að sjálfsögðu)

Það sem vert er að taka með sér;
Áfengi númer eitt tvö og þrjú! Passa sig að taka alveg nóg af því, betra að taka of mikið og þurfa að koma með eitthvað heim í stað þess að vera uppiskroppa með áfengi áður en hátiðin er búin
Miðan í dalinn, kemst ekki mikið inn án miðans, Það er athugað með miða á hverju strái, Mar þarf að fara með miðan í eitthvert hús þarna og þar fær mar armband sem er fest á mann og það svo notað sem miði
Tjald
Svefnpoka
Fulltaf hreinum sokkum og/eða mjög góða skó
Regnföt
hlý föt
eitthvað af mat og/eða pening fyrir mat
Myndavél
Klink í bekkjarbílana
Handklæði (ef mar skellir sér í laugina til að fara í sturtu, eða synda)
Búningakeppni er á staðnum og valið er um bestu búningana svo ef mar vill taka þátt í henni er ekki vitlaust að taka með sér góðan búning
Getnaðarvarnir, nema þú viljir eignast barn :) samt passa sig bara á því hjá hverjum mar sefur. Samt eru smokkum dreift þarna hægri vinstri, en ekki stóla á það.. Alltaf gott að vera með birgðir sjálf/ur

Það er eflaust mart meira og bætiði því endilega inná listann það sem þið munið!

og passið ykkur að geyma ekki of mikið af verðmætum hlutum í tjöldunum ykkar, Það eru svona gámar þarna þar sem mar getur látið geyma dótið sitt á, kostar eitthvern 1500 kall yfir helgina og það er alls ekki mikið meða við verðmætin sem þú getur geymt þarna, Allt sitt alkóhól og hafurtask, Aðeins mar einn getur náð í töskurnar sínar þarna og engin annar..og getur mar farið í þetta eins oft og mar vill. Einnig var hægt að láta hlaða símana sína þar

Svo eru þarna á staðnum gámar þar sem ofurölvað lið með engri rænu er sett í ef það drefst á víðavangi, því er ekkert hrúað það inn,e ngar áhyggjur, heldur er þarna björgunarsveitalið sem setur það í læstarhliðarlegur eða eitthvað dót

Svo er á staðnum matartjald þar sem mar getur skokkað til að fá sér eitthvað að éta.. og svo sjoppa er þarna líka

Og svo var þarna allavega í fyrra, lítil búð frá SIMANUM þar var hægt að láta hlaða símann sinn og kaupa sér eitthvað sniðugt dót

Það er eflaust fullt sem ég erað gleyma, endilega bætið því við
og hittumst svo hress á Þjóðhátið =)))