Eyjar 2001 Jæja þá stittist þetta, Verzlunarmannahelgin bara að nálgast eins og óð fluga. Og auðvitað er málið að skella sér til eyja á samt öðrum gríðarhressum íslendingum (og eitthvað af útlendingum)
Ég fórþangað í fyrra og sé svo sannarlega ekki eftir því, enda byrjaði ég að plana ferðina núna liggur við leið og ég kom heim í fyrra.
Í fyrra var ég doldið sein að kaupa mér miða og fékk ekki miða fyrren á miðvikudeginum og svo heim á þriðjudeginum. Lét það nú ekkert stoppa mig og skellti mér auðvitað. Það var alveg dágóður slatti af hressu liði í Herjólfi á leið til eyja en ekki alveg jafn margir sem ætluðu að tjalda í dalnum. Þegar við komum í dalinn skelltum við upp tjaldinu og blönduðum geði við aðra þjóðhátiðargesti og skelltum í okkur áfengi.
Ég hef ekki alveg tölu á hvað það voru mörg tjöldin komin upp þarna á miðvikudeginum en þau voru alls ekki mörg, held það hafi verið 3 tjöld á svæðinu okkar svo kanski eitthvað svipað aðeins lengra frá.. ennþá verið að reisa hvítu heimamannatjöldin og svona
Mesta snilldin var svo að vakna svo á fimmtudeginum, úldin og ógeðslegur og líta út.. ALLT TROÐIÐ!! allt troðið í fólki og tjöldum, ekki laust við það að það fór um mann smá gæsahúð. Þá var nú ekki annað hægt en að sulla bara í sig meira áfengi og taka þátt í gleðinni sem umlykti allt þarna!
Tókum á móti fleira fólki sem var að hrúast í dalin með bekkjarbílunum eða leigubílum og athuguðum hvort að eitthvað af okkar fólki væri komið og ef ekki þá bara fann mar sér nýtt fólk
Mig minnir að húkkaraballið hafi verið á fimmtudeginum, eitthvað svona ball fyrir fólk til að fara á og húkka sér upp við dömu eða herra fyrir helgina tjahh eða bara til að hafa gaman af og tjútta við eitthverja hljómsveit

Svo kom föstudagurinn og þá byrjaði sko alvaran…gleðin.. ÞJÓÐHÁTIÐIN! :) Barnadagskrá, kvöldvaka og endalaust djamm frameftir nóttu
Laugardagurinn var voðalega svipaður og alveg jafn skemmtilegur
Svo kemur auðvitað sunnudagur, lokadagurinn, sorglegt en satt.. Enn þó mikil hlökkun í flestum, nú var komið að stóru merki Þjóðhátiðar.. BREKKUSÖNGURINN MEÐ ÁRNA JOHNSEN! Þá hrúast allir þjóðhátiðargestir í brekkuna og taka undir fagran söng Árna, sem Stendur fyrir framan sviðið með bál sitthvorumegin við hliðiná sér og einnig eitthvað af laganna vörðum til þess að passa að allt fari rétt fram.
Þó svo að Árni kunni ekki alveg alla textana sem hann syngur og ruglist svona annars lagið þá skiftir það engu máli, það hugsar engin um það,heldur syngur hver og einn bara eins og þeim einum er lagið. Svo á lok brekkusöngsins er þessi líka gríðarflotta flugeldasýning og Hópur af fólki stendur efst í brekkunni með rauðblys sem lýsti upp allan dalin.. *unaðshrollur*

Svo vaknar mar á mánudegi og lítur út, flestir farnir en ennþá eitthvað af tjöldum, flestir skilja tjöldin sín bara eftir og jafn margir skilja bara allt sitt eftir.. Við eyddum deginum í að sitja bara á rassgatinu og horfa á síðustu sálirnar yfirgefa dalin og röltum einnig eitthvað um og skoðuðum hvort að eitthver hefði skilið eitthvað viturlegt eftir í tjöldunum sínum.. Svo kvaddi mar dalin á mánudagskvöldi með tárum og hélt á leið uppí bæ að reynað næla sér í miða í herjólf fyrr enda allt líf búið í eyjum, voðalega fáir enn að djamma… Skelltum okkur þó á Pizza67 til að næla okkur í eitthvað að éta áður en við héldum af stað niðrá Bryggju.. Þegar þangað var komið beið manni ekki beint góðar fréttir.. Flugslysið í Skerjafirði nýskeð og allir vitanlega í sjokki! Afgreiðslufólkið bað mann að hringja í foreldra sína og láta vita að maður væri nú í góðu lagi útaf stanslausum hringjingum foreldra og áhyggjufullra ættingja og vini útum allt.

Svo trítlar mar niðrá höfn og miðasalan auðvitað full af sofandi fólki sem var þarna af sömu ástæðu og við en samt tókst að redda flestum heim fyrr en þeir áttu miða.


wow hvað mig hlakkar til að fara aftur!
Þegar þetta er skrifað eru 18 dagar, 4 klst, 49 min, 38 sek, til Þjóðhátíðar 2001 en þó 16 dagar hjá mér, þar sem ég ætla pottþétt aftur á miðvikudeginum ! :)

Hverjir hérna ætla til eyja og hvenær hafiði hugsað ykkur að mæta!?
Bið ykkur samt að taka Herjólf frekar :/