XXX Rottweilerhundar í kvöld! XXX Rottweilerhundarnir eru í hljóðveri þessa dagana að taka upp sína fyrstu breiðskífu sem mun koma út á vegum Japis um mánaðarmótin ágúst-september. Platan er ábyggilega alveg ógeðslega skemmtileg en strákarnir fá smá hjálp frá engum öðrum en Ómari Ragnarssyni. TIC á Íslandi stendur fyrir tónleikum með hundunum ásamt fleirum fimmtudagskvöldið 12. júlí.

Tónleikarnir verða á flottasta tónleikastað borgarinnar, í Leikhúskjallaranum þetta fimmtudagskvöld og húsið opnar klukkan 22:00. XXX Rottweilerhundarnir fá smá aðstoð þetta kvöld og verður það frá frægustu Ómurum Íslands, Ómari Ragnars sem söng viðlagið í Hí á þig á Rottweilerplötunni og Ómari Mc Ramo Quarashitöffara sem kemur í fjarveru Bents. Því miður er Bent megasæti í Köben og hans verður sárt saknað en Mc Ramo er líka ógeð sætur þannig að þetta verður örugglega allt í lagi.

Aðspurður sagði Erpur Blazroca að Ómar [Ragnars] hafi verið frábær í upptökunum og bætt við erindi sem hann fékk ekki að setja inn í upprunalega Hí á þig lagið þar sem það var of dónalegt til að setja á barnaplötu. Þannig að það má búast við skemmtilegri stemningu í Leikhúskjallaranum með Rottweilerhundunum og Ómurunum en húshönkinn Tommi White mun síðan spila plötur og pakka kvöldinu saman.

Húsið opnar klukkan 22:00 og miðaverð er 750 krónur!

source -www.reykjavik.com- -djamm-

Mar kíkir kannski en frekar ósáttur við miðaverð.
Peace.