Samtök stofnuð meðal netsamfélaga ungs fólks sem vill láta
rödd sína hljóma og standa á rétti sínum… “power to the
people”

Þriðjudaginn 26. júní gerði borgarstjórn aðför að frelsi og
mannréttindum ungs fólks í Reykjavík. Flestir eru sammála
um að ástandið í miðborg Reykjavíkur hafi aldrei verið betra
og að frjáls opnunartími veitingastaða hafi gefist mjög vel.
Þrátt fyrir þetta sáu borgarfulltrúar sig knúna að hlusta á
siðapostula innan og utan lögreglunnar og breyta honum.
Þetta var gert þrátt fyrir augljósa kosti frjáls opnunartíma.
Tilgangurinn virtist vera að breyta skemmtanavenjum
Íslendinga svo þær pössuðu betur við vaktakerfi lögreglunnar.

Svona fyrirkomulag, þegar harðar reglur eru settar um jafn
sjálfsagðan hlut og opnunartíma fyrirtækja, minnir frekar á
LÖGREGLURÍKI en lýðræðisríki. Það er ekki í verkahring
yfirvalda að ákveða háttatíma okkar. Af hverju er bara ekki
gengið alla leið og öllum stöðunum lokað klukkan 11.30?
“Það er engum hollt að fara seinna að sofa.”

Við þurfum að mótmæla þessu. VIÐ ÁKVEÐUM SJÁLF
HVENÆR VIÐ FÖRUM AÐ SOFA. Við þurfum enga
borgarfulltrúa til að ákveða það fyrir okkur, þótt þeir hafi verið
beittir þessari frelsisskerðingu á sínum yngri árum, þegar
þjóðfélagið líktist helst austantjaldsríki. Þið getið farið að sofa
klukkan hálftíu ef þið viljið. Blandið okkur bara ekki í það.