Nýr Skuggabar! Skuggabarinn, einn elsti skemmtistaður Reykjavíkur, opnaði aftur eftir nokkrar áherslubreytingar núna við upphaf júní mánaðar. Nýjir skemmtanastjórar staðarins, útvarpsmaðurinn Ásgeir Kolbeinsson og plötusnúðurinn Gummi Gonzalez, hafa tekið staðinn í gegn og brotið upp mynstrið sem hefur verið ráðandi á Skugganum undanfarin ár. “Breytingarnar eru miklar í tónlist og stemmingu á staðnum” segir Gonzalez. “Í kjölfarið á breytingunum voru markaðsmálin á staðnum tekin fastari tökum og ætlunin er að bjóða upp fleiri partý og viðburði sem við setjum saman, t.d. væntanlegt Playgirl partý. Við höfum einnig hrisst aðeins upp í staffinu og leikum okkur með myndvarpa, lýsingu og ýmislegt annað sem lítið var gert á gamla Skugga.”

Gummi Gonzales hefur komið víða við í skemmtanalífi Reykjavíkur. Sem plötusnúður hefur hann m.a. skankað í lengri eða skemmtri tíma á stöðum eins og Tunglinu , Ingólfskaffi, Mjólkurbarnum, Hótel Íslandi, Tetriz og Astró. “Ég er þessi týpa sem vill skipta mér af…og hef því eitthvað komið nálægt skemmtanastjórn á flestum þeim stöðum sem ég hef spilað á.” Formleg skemmtanastjórn Gumma nær til Klaustursins, Leikhúskjallarans/Kjallarans, Klúbbsins og Café Ozio, en á þeim var Gummi að sjálfsögðu einnig í hlutverki plötusnúðsins.

Að sögn Gumma hafa gömlu Skuggabars-kúnnarnir tekið vel í breytingarnar. “Þeir eru mjög fegnir því að við séum komnir í hús, enda staðurinn búinn að vera í mikilli lægð undanfarið. Það má segja að gömlu kúnnarnir hafa verið að snúa aftur á staðinn að undanförnu enda gerist það hvert einasta kvöld að fólk kemur upp að
okkur og þakkar fyrir sig…þakkar fyrir að geta loksins komið aftur heim á Skugga. Takmarkið hjá okkur er að fylla húsið af flottu liði og það gengur ótrúlega vel. Okkur hlakkar mikið til að sjá hvernig komandi vikur verða.”

Plötusnúðar á Skuggabarnum eru DJ Nökkvi , DJ Jói, Turninn og að sjálfsögðu Gummi Gonzalez. Ásgeir Kolbeins fær svo að grípa eitthvað í spilarana með honum Gumma. Tónlistin sem snúðarnir bjóða upp á er poppuð danstónlist í bland við graðara r&b og house.

Dagskráin um helgina…
Konur - Föstudagskvöldið 22. júní - Konur fá frítt inn, allt fljótandi í veigum og kynlíf í Gyllta salnum…mmmhhh!
Háskólaball - Laugardagskvöldið 23. júní - Skólaslitum Háskóla Íslands fagnað með rándýru geimi, frítt inn gegn framvísun Háskóla skilríkis og “respect” á barnum, Gonzales, Ásgeir Kolbeins og DJ Nökkvi í búrinu.

-www.reykjavik.com-

Allir á Skugga. Kynlíf og djús.