Djammið um helgina 22 og 23 júní. Komiði sæl,

Á 22 um helgina verður sýruhausinn Doddi með bæði kvöldin og ætlar að spila klassík frá '80 til nútímans. Ábyggilega verður ekkert um manninn á 22 og mæli ég því ekki með honum ;D. Samt fyrir ykkur súra eitís lið þá er um að gera að skella sér.

Á Vegamótum verður Árni E að spila á föstudeginum og á hann það til að galdra fram feita stemmningu. Og svo á Laugardeginum mun Dj Andrés eða Dj Drési splúndra húsinum með þéttum víbrum. Eflaust verður vel um manninn á Vegamótum og tilvalið að skella sér þangað.

Astró og Sportkaffi. Einn Ljós og glansgallinn upp, síló og sexí píur. Fínt djamm. ;D

Bar 101. Gay-Friendly og Gardínur. Chill stemma.
Sirkus. Þrengslin, reykur dauðans og fín músík.

Prikið er alltaf vel þéttur staður til að kíkja inná. Vel af fjöri og flottu fólki. Fínt að fara þangað fyrir 2-3 annars lendiru í chaos.

Thomsen. Föstudagskvölið verður Atóm kvöld þar sem Belgíski technoboltinn Marco Bailey mun tæta og trilla. Grétar G hitar upp fyrir piltinn. Á laugardaginn er venjulega þétt stemmning á Thomsen þar sem Margeir og Tommy White munu halda gestum lifandi og svo á T-bar er Resident.

Hús Málarans verður með verulega þétta dagskrá sem ég veit ekkert um því að minn maður Dj Jörundur er ekki að spila en það er víst að troðið verður eins og alltaf. Mætið og djammið.

Nenni ekki að bulla meira. En hvað ætlar að líðurinn að fara?

Kv. Dilated