Þegar ég var ungur drengur hlakkaði ég alltaf til þess að fara niður í bæ á 17. júní og fá gasblöðru, nammisnuð og sjá skemmtiatriði sem höfða til Íslendinga. Það var í gamla daga þegar hægt var að fara út í GÓÐA veðrið og fá sér gasblöðru á 400 kall. Þá voru líka skemmtiatriði niðrí bæ sem maður fílar. Nú var bara einhver ömurleg barnahljómsveit (btw. hvað er með þessa helv barnatónlist, ég hef aldrei fílað þetta) og fleiri skemmtiatriði sem sjúga. Um kvöldið hafði ég hugsað mér að verða fullur með vinum mínum og hözzla rækilega. Í fyrsta lagi var bara rúmur helmingurinn af vinum mínum fullir og meirihlutinn af stelpunum voru 12 ára krakkar á sínum fyrsta fylliríi. Svo var ekki einu sinni hægt að fá bol frá hinni ömurlegu hljómsveit sóldögg vegna þess að gaur einhver sorglegasti gaur á tvítugsaldri sem ég hef á ævinni séð, reif fokkings bolinn af mér og gaf einhverri 12 ára stelpu hann. Eftir að þessi barnanauðgari var búinn að ræna bolnum mínum gekk ég í burtu því ég nennti ekki að hlusta á þessa hörmulegu hljómsveit. Restin af kvöldinu fór í að ráfa um og tala við fólk sem ég þekkti og þekkti ekki.

Kæru Íslendingar, þetta þarf að laga. Lækkum verð á gasblöðrum og verum full á þjóðhátíðardaginn.

[SBL]ninja