Ég ligg dáldið fyrir framan sjónvarpið öðrum hvoru því ég var farinn að hafa af því áhyggjur að ég væri ekki lengur í sambandi við ykkur sem allt vitið og allt er af að frétta.
Það er svosum ekkert merkilegt nema hvað að ég sá að Össur Skarphéðinsson var mættur á skjáinn og var að brasa einhvern fiskling sem átti sér einskins ills von. Það var auðséð á Össurri að hann er listakokkur og á sé mikla framtíð í eldamennsku, annað en hægt er að segja um pólitíkina. Össur er hreinlega á rangri hillu í lífinu og er búinn að margsanna það sjálfur aftur og aftur. Það virðist vera alveg sama á hvaða rás maður kveikir eða á hvaða tíma alltaf er hann þarna með bros á vör segjandi eitthvað stórkostlega fyndið og hnyttið. Össur er nefninlega alveg ótrúlega orðheppinn maður og skemmtilegur og þess vegna finnst mér alltaf einkar gaman að horfa á hann í sjónvarpi því að hann eykur skemmtanagildi þáttanna og er sannkallaður sjónvarpskonfektmoli.
Svo fer hann stundum að tala um pólitík og þá er eins og maður einhvern veginn heyri bara alltaf úlfur úlfur eða bara eitthvert jarm. Hann talar náttúrulega alltaf eins og allir í hans flokki séu með ótrúlega lítil tippi en bætir það upp með stórum orðum, raunar svo stórum oft að flestir hlæja bara og gantast í þeim. En í stað þess að verða sár yfir því að það sé bara verið að gantast í Samfylkingunni þá verður Össur alltaf svo sérdeilis hress og kátur að hann uppveðrast allur og hleypir samræðunum algjörlega upp í hnyttin tilsvör, hlægilegar yfirlýsingar og svona glott öðru hvoru því að það getur verið viðkvæmt að brosa breitt í sjónvarpi því það er nákvæmur miðill og minnstu mistök geta auðveldlega náðst á upptöku.
Þess vegna vil ég losna við að borga Össurri þingmannslaun og mæta þess í stað með ánægju á stand up hjá honum þar sem hann getur til dæmis verið með brúður á hendinni og búktalað fyrir sig og Davíð og sagt eitthvað ótrúlega hnyttið við hann