International Breakbeats -  á 22 í kvöld -Jungle öfl New York, Helsinki og Reykjavík sameinuð 6. júní á Café 22-

Boðið verður upp á alþjóðlega stemmningu á næsta Breakbeat.is kvöldi, miðvikudagskvöldið 6. júní. Þar munu tveir erlendir gestir, bandaríski rapparinn Z-MC og finnski plötusnúðurinn DJ Alimo, koma fram ásamt Breakbeat.is kru undir yfirskriftinni International Breakbeats.

.: Z-MC…frá New York að baki all langa afrekaskrá í bransanum (+ eitt stykki auglýsingu fyrir skódeild Puma). Hann hefur rappað með hinum ýmsustu plötusnúðum á næturklúbbum víða um heim og má þar nefna Afrika Bambaataa, J-Majik, Peshay, Adam F, John B og Dom & Roland. Frekari upplýsingar um kappann má finna á www.z-mc.com.

.: DJ Alimo…frá Helsinki er einn helsti jungle frömuður Finnlands.
Hann rekur sína eigin plötuútáfu Tunne Recordings og hefur einnig gefið tónlist sína út hjá bresku útgáfunni Formation Records. Frekari upplýsingar um Alimo má nálgast á www.tunne.net.

International Breakbeats hefst klukkan 21:00 og viljum við benda fólki á að mæta snemma!! Aðgangseyrir er aðeins 500 krónur og aldurstakmarkið 18 ár að vanda.

-www.breakbeat.is-
-www.nulleinn.is-