Breskt hiphop djamm á Gauknum 7.júní Gaukur á stöng hefur í samvinnu við útvarpsþáttinn Krónik á Rás 2 og Budweiser umboðið staðið fyrir tveim frábærum hip hop kvöldum á Gauki á Stöng síðustu tvo mánuði. Fimmtudagskvöldið 7. júní fer þriðja hip hop djammið, og það mikilfenglegasta til þessa, fram á staðnum. Þar munu Bretarnir Ty og DJ Bizznizz troða upp ásamt DJ M.A.T. og Subterranean, sem kemur saman aftur aðeins í þetta eina skipti.

Rapparinn Ty er með stærstu nöfnunum í bresku hip hip tónlistinni. Kappinn er einn af umsjónrmönnum Lyricist Lounge, heitustu hip hop kvölda Lundúna, og hefur troðið upp með mönnum eins og De La Soul, Talib Kweli og Jeru The Damaja. Hans nýjasta breiðskífa, Awkward sem Big Dada útgáfa Ninja Tune gefur út, hefur verið að fá frábærar viðtökur undanfarið. Félagi Ty, DJ Bizznizz, er heldur ekki óþekkt nafn. Hann er, ásamt DJ Pogo og Cut Master Swift, einn af meðlimum En4cers gengisins sem varð UK-DMC meistarar í plötunúningi árið 1999.

Ekki má svo gleyma íslensku hljómsveitinni Subterranean , með Rögnu \“Cell 7\” í fararbroddi, sem ætlar að koma saman að nýju sérstaklega fyrir þessa tónleika. Subta er tvímælalaust með því besta sem íslensk hip hop menning hefur gefið af sér og á sveitin að baki eina bestu íslensku plötu síðasta áratugar; Central magnetism. Margir muna eflasut eftir tónleikum þeirra með Fugees og Alcaholics…en það að þessi hópur hafi hætt strax eftir sína fyrstu breiðskífu er alger synd.

Hip hop kvöldið á Gauknum hefst stundvíslega klukkan 21:00 og borgar sig að mæta snemma til að missa ekki af neinu. Aldurstakmark er 18 ár og aðgangseyrir er 850 krónur.

hiphop.is
mbl.is