Jæja ég hef verið að velta einu með mér varðandi djammið og það er skemmtanagildið sjálft.
Er fólk virkilega að skemmta sér þegar það er á djamminu?
Ef farið er inná skemmtistað, ball eða í partý þá fynnst mér eins og allir séu sífellt að hugsa útfrá hössli.
Allir strákarnir vilja bara fara á staði þar sem sætar stelpur eru og stelpurnar elta sætu strákana.
Ég sé sjaldan manneskju sem er þarna einungis til þess að djamma og skemmta sér.
Áfengið sjálft gerir mann heimskan og hver kannast ekki við það að vakna daginn eftir og sjá eftir einhverju sem maður gerði kvöldið áður. En það getur oft verið góður hlutur. Maður segir eitthvað sem maður hefur lokað inni eða getur ekki sagt þegar maður er edrú, eða þá að maður gerir eitthvað sem maður hefði ekki þorað edrú.
En oft á tíðum eru þessir hlutir það opinskáir að daginn eftir eru oft nokkrar manneskjur sem maður þorir ekki að tala við eða hitta (oft alla vikunna, þar til maður er næst undir áhrifum áfengis).
Ef við myndum nú sleppa áfenginu í smá tíma held ég að feimnin myndi aðeins lagast og maður þarf ekki alltaf að hallast að flöskunni til þess að láta eitthvað útúr sér og þá væri mun auðveldari að hitta fólkið sem “lenti í” manni á djamminu.
En persónulega þá er oftast eins og maður sé bara að bíða eftir að komast heim þegar maður er úti á lífinu og daginn eftir situr maður uppi með fátt annað en kvef, tómt veski, hausverk og skömm.