Lona Catalysts á Íslandi 1.júní Forgotten Lores & TFA munu flytja inn bandarísku hip hop hljómsveitina Lone Catalysts fyrstu helgina í júní. Lone Catalysts samanstendur af rapparanum J. Sands og lagasmiðnum/skífuskankaranum J. Rawls. Dúóið hefur starfað saman síðan á miðjum 10.áratugnum og hafa þeir myndað góða og þróaða blöndu sem sést best í tónlistinni sem þeir skapa.

Fyrsta sem Lone Catalysts gáfu út var mixteipið The Beginning, í ágúst 1998. Síðan þá hafa þeir gefið út mikið af smáskífum, sólóplötum og komið fram á mixteipum. Nú fyrir stuttu gáfu Lone Catalysts svo út sína fyrstu breiðskífu, Hip Hop, á sinni eigin útgáfu, B.U.K.A Entertainment. LONE CATALYSTS hafa unnið með mikið af virtum listamönnum og má þar nefna menn eins og Hi-Tek, Talib Kweli (Reflection Eternal), Grap Luva, Eddie Ill, DL, Mos Def, J Live, Showtime, Holmskillet, Dante ,Mainflow, Rubix, Asheru, Eddie Ill, DL, Bahamadia, Zhado og Five Deez.

Föstudaginn 1.júní munu Lone Catalysts spila á skemmtistaðnum Spotlight ásamt íslensku hljómsveitunum Souls Of Orpheus + Black Fist og Forgotten Lores. Staðurinn opnar kl.23 og tónleikarnir standa til 03. Aðgangseyrir er 850 kr. og 20 ára aldurstakmark.

Laugardaginn 2.júní verða tónleikar fyrir 16 ára og eldri í félagsheimilinu Drangey (í Stakkahlíð 17, á milli Tónabæjar og Blindrafélagsins). Ásamt Lone Catalysts munu Forgotten Lores og O.N.E spila fyrir viðstadda. Aðgangseyrir er 850 kr. Djammið byrjar kl. 21 og stendur til rúmlega 01.

Skífuskankarar bæði kvöldin verða; B Ruff, Intro, MAT, Total Kayoz og Magic.

www.hiphop.is (HipHop forever)