Jæja gott fólk, ég hef uppá síðkastið verið að fylgjast með því hvernig strákar eru að hella bjórnum oní sig og keppast sín á milli.
Þrátt fyrir það að ég er (að sjálfsögðu) fljótastur að torga ölinu þá finnst mér þessi iðkun ein sú heimskasta sem fyrirfinnst.
Bjór er æðislegasti hlutur í heimi, þið getið ekki mótmælt því.
En hvað í ósköpunum er fólk þá að hella bjór oní sig á þremur sekúndum? Er þetta ekki sóun á guðsveigum? Er þetta bara macho dæmi eða eru þetta kerlingar sem verða að torga helvítinu það hratt að það finnur ekkert bragð nema í tvær sekúndur í lokinn?
Ætli það sé ekki hægt að finna eitthvað samansem merki milli bjórdrykkju og kynlífs?
Þegar fólk er að drekka áfengi bara til að detta í það, heldur jafnvel fyrir nefið meðan það drekkur þann viðbjóð sem það hefur sér í hendi, þá finnst mér að fólk geti alveg eins setið með rónunum á torginu og drukkið kardemommudropa.