Hæ.
Ég elska djammsögur og hvað þá þegar þær eru sannar, og hvað þá þegar að ég er aðalpersónan?
:D
Allavegana, ég skrifaði grein um daginn sem heitir “Crazy”, þar sem að ég lýsti brjálaðri busavígslu í almenningsgarði hér í Malmö þar sem ég bý og eftirpartýinu þar.
Núna var ég að komast að því að í þessum garði er útipartý hvern einasta föstudag. Ekkert ákveðið, fólk bara kemur þarna með sitt alkóhól eða kaupir af einhverjum öðrum sem er með alkóhól þarna.
Vinir mínir voru að frétta þetta og spurðu hvort ég mundi koma í kvöld (síðasta föstudag). Ég sagði svona…kanski því að pabbi minn var að koma frá Íslandi þar sem hann býr og maður veit aldrei hvað hann vill að maður geri á kvöldinn í hættulegustu borg Svíþjóðar. Ég fór allavegana og vinir mínir voru helvíti ánægðir að ég kom því þeir voru bara 4 þarna og það var ekkert svo voðalega mikið af fólki. Þegar ég kom (svona um 9) að þá voru vinir mínir orðnir svona smá fullir en ekkert voða. Svo fékk ég bjór og byrjaði á fullu. Okkur fannst þetta soldið boring í byrjuninni en þegar við vorum búnir að drekka hressilega mikið var þetta geðveikt skemmtilegt. Ekki mikið fólk en þó eitthvað, þannig að ég labbaði bara um og kynnti mig fyrir öllum og talaði við fólkið (og vinir mínir).
Þessi garður er við kanal þannig að það var bjrögunarkútur þarna sem við byrjuðum að leika okkur við og einhver stigi sem að vinur minn klifraði uppí og datt úr (3 metrar :S). Þá datt einhver stöng á mig….minnir mig….. og ég byrjaði að fara í stangastökk með stönginni sem endaði með að stöngin slóst í hausinn á mér og ég lá eitthvað í grasinu í 20 mínútur eða eitthvað þannig. Síðan voru allir að reyna að hoppa yfir einhvern runna en fáir náðu því. Ég er frjálsíþróttari og hugsaði að þetta get ég, þannig að ég byrjaði að hoppa og hoppaði langt yfir (og lenti á hausnum hinum megin, fann samt ekki fyrir því strax…bara morguninn eftir). Ég hoppaði og hoppaði (held 12 sinnum) og allir voru byrjaðir að öskra Isläning, Isläning (Íslendingur, Íslendingur). Þetta var ótrúlega sjúkt gaman og það sem ég man meira var held ég að ég lá í grasinu og horfði upp þar sem að allir voru að horfa á mig hlægjandi og blindfullir talandi við mig :D
Síðan beið ég bara þangað til ég varð edrú og fór heim.
Ég elskaði þetta kvöld næstum því meira en kvöldið sem ég lýsti frá í greininni “Crazy” og ég ætla sko að fara þangað á hverjum einasta föstudegi.
Vonandi líkaði ykkur við söguna mína :D

Kv. StingerS