Sport kaffi er einn af þeim skemmtistöðum sem vekur furðu mína. Tilvist hans er mér ráðgáta.Þegar maður er búin að stand í röð í 30 mín kemur maður inn og fyrsta sem ég sé voru 6 hálfberir karlmenn uppi á sviði.Þarna skemmtir fólk sér án eiturlyfja þó flestir líti út fyrir að haf reykt fimm grömm af krakki. Enginn kannast við að hafa gaman af þessum stað en þó er yfirleitt fullt út úr dyrum.
Þarna er spiluð ömurleg tónlist fyrir ömurlegt fólk sem virðist hafa þann eina tilgang í sinni vesælu tilveru að finna sér rekkjunaut og útlit er engin fyrirstaða.
Ég vill endilega fá álit einhvers sem er tilbúin að verja þennan stað og greina frá kostum hans. Þessi samblanda af sveittu ófríðu fólki,slappri danstónlist og íslenskri sveitaballatónlist er sorglegur hversdagleiki sem ég reyni að forðast þegar ég er að skemmta mér. En þeir sem finna lífsfyllingu innan þessara veggja verði þeim af því og þeir njóta minnar blessunar því hver er ég til að dæma aðra. (only god can judge me)