150   Verkalýðstjútt! *Tekið af reykjavik.com

150+ | Verkalýðstjútt!

Að sjálfsögðu verður tekið á því á hörðu nótunum þegar frídagur verkalýðsins gengur í garð. Á Thomsen mun byltingararmur 150+ hópsins standa fyrir verksmiðjuvæddu teknó og drum & bass tjútti aðfaranótt 1. maí þar sem plötusnúðarnir dj Bjössi Brunahani, dj Guðný og dj Reynir munu sjá um baráttuna. Þessi framvarðarsveit 150+ mun skilja skilja smáborgarana frá alþýðunni á aðaldansgóflinu á meðan yfirmaður leyniþjónustunnar, Agent Sveinbjörn, stýrir aðgerðum gegn heimsvaldasinnunum bak við plötuspilarana á tBar staðarins.

Að sjálfsögðu láta allir harðhausar og byltingarsinnar sjá sig á Thomsen á 150+ tjúttinu, skála í vodka og verja dansgólfið fyrir áhlaupi. Kvöldið hefst klukkan 23:00 og er aðgangseyrir er 500 krónur fyrir 03:00 en 1.000 krónur eftir þann tíma. Ekki þykir æskilegt að fólk undir 21 árs leggi baráttunni lið…enda verður að hafa æskuna til taks fyrir götubardagana. Opið verður fram á morgun!

Að lokum. Munið orð Mao formanns; bylting er ekkert teboð!!