Næstu helgi er Ljósanótt í Reykjanesbæ. Ljósanótt var haldin fyrst árið 2000 og þar með er þetta er 5. árið í röð sem hún er haldin. Ég ætla aðeins að koma með yfirlit yfir skemmtistaðina sem eru þarna. Það eru 4 staðir fyrir yngra fólkið og svo 1 fyrir eldra fólkið.

Staðirnir eru:
Paddy's .|. Írskur pöbb og er mikið af könum alla daga sem um helgar. Er oftast mikið af fólki þarna (það leynast íslendingar inná milli)

Traffic .|. Sá nýjasti í Reykjanesbæ. Er að gera góða hluti og er fólk í yngri kantinum sem kíkir á þennann stað þó svo maður sjái nokkra “ölduna” inná milli. Eitthvað um kana þarna en ekki eins mikið og á Paddy's. Þeir hafa verið að loka um klukkan 6 á morgnanna sökum djamms og djöfulls. Fyrir aftan staðinn er búið að byggja sólpall þar sem fólk getur farið útá til að kæla sig þegar þeim er heitt í hamsi (mjög góður kostur).
Mæli með að þið kíkið á þennann stað.

Zetan .|. Hefur farið lítið fyrir henni hingað til enda lítið um auglýstar skemmtanir (ef þær hafa nú verið einhverjar). Það verður þó eitthvað um að vera á Zetunni um helgina.

Duus .|. Þessi staður var alltaf fullur um helgar áður en Traffic opnaði. Eftir að Traffic opnaði hefur þessi staður verið nánast tómur og hafa þeir lokað um 2-3 leytið síðustu helgar. Það verður mjög líklega bragarbót á því um helgina þar sem fólksfjöldinn þarf að dreifa sér á skemmtistaðina og er þessi staður ekkert síðri en Traffic þegar fólk tekur sig til og kíkir á staðinn.

Ráin .|. Ráin er fyrir eldra fólkið. Hver veit nema það sé fólk á fertugs aldrinum eða jafnvel eldra sem hangir á Hugi.is allann daginn og lesi greinar ;) En þessi staður er búinn að vera starfræktur í mörg ár og alltaf fullt af liði. Þarna fara gömlu djammararnir og halda áfram að djamma þar til þeir/þau deyja!

Svo að lokum, þá er uppl. um dagskrá Ljósanætur hérna —> http://www.ljosanott.is/Dagskra/Dagskra_2004/
(þá á ég við að þið skoðið djammdagskránna)

Vonandi koma sem flestir og djammi sem feitast í Reykjanesbæ!