Jæja, ég ákvað að taka saman hvað er að gerast í djamminu um páskana.
-
Thomsen:
Miðvikudagur. 11 apríl.
Breska plötuútgáfan Paper Recordings stendur fyrir partýi á Thomsen miðvikudagskvöldið 11. apríl. Þar munu plötusnúðarnir Miles Hollway og Elliot Eastwick vera í aðalhlutverki.
Djammið byrjar kl 23:00 á tBAR en geðveikin um miðnættið á aðaldansgólfinu.

Fimmtudagur. 12 apríl.
Lokað.

Föstudagur. 13 apríl.
Einn erlendur og þrír innlendir plötusnúðar. Ekki er gefið upp hverjir verða og því læt ég þar við sitja. En það er samt föstudagurinn 13 :)

-
Gaukurinn:
Miðvikudagur. 11 apríl.
Sóldögg verður á Gauknum í kvöld.

Fimmtudagur. 12 apríl.
Melodíska rokkhljómsveitin Bris heldur útgáfutónleika.

Föstudagur. 13 apríl.
Land og Synir tjútta á gauknum þetta kvöldið.

-
Á Skuggabarnum verður DJ Nökkvi að perrast með skífurnar um helgina.

DJ Sóley mun sjá um stemmninguna á Prikinu á fimmtudagskvöldið og Groove Improve verður á Rex.

-

Það er fullt annað að ske og ef þið ætlið að staðfesta djammið þá getið þið skellt ykkur á reykjavik.com og fengið nánari upplýsingar um páskadjammið.