Alveg finnst mér vanta góða skemmtistaði fyrir fólk sem er ekki orðið 20 ára og kemst ekki inn á þessa venjulegu skemmtistaði.
Ég meina ok, ég veit það er ekki leyfilegt að selja Unglingum yngri en 20 ára áfengi, en er ekki hægt að hafa eitthvern stað þar sem þessi hópur getur farið inn á djamminu..
Ef þú ert orðin 16 ára, þá máttu vera fullur niðrí bæ en þú mátt ekki fara inná neina staði. Sem er vægast sagt fáránlegt! Afhverju ekki bara að hleypa þeim inná staði. Svo er auðvitað hægt að neita þeim bara um Afgreiðslu á barnum… Eða einfaldlega bara stofna nýjan stað, Stað sem höfðar til þennans aldurshóp, það er Unglingar 16 ára og eldri.
Svona eini staðurinn sem ég veit að þessi aldurshópur getur farið á er eitthver svona Jesúmessa sem er á hverju Föstudagskvöldi inní eitthverju húsi í Austurstræti.

Svo mætti líka endilega koma staður sem spilaði öðruvísi tónlist en á þessum venjulegu stöðum. Tónlist þar sem hægt væri að slamma við frekar en að tjútta við.. Hef farið á einn ansi góðan þannig stað.. og Hann var á AKUREYRI.. Madhouse á Akureyri.. en ég svona er kanski ekki endilega í stuði til þess að þurfa að fara alla leið til Ak. til þess eins að geta farið inná Almennilegan stað!

Betri staði í Reykjavíkina takk