Já…
nú er sæluhelgin nýliðin sem er einmitt svona mini-versló fyrir vestfirðinga. Og ætla ég að rita nokkur orð um þetta.

Það sem mér finnst frábært við sæluhelgina er hvað það gefur skemmtilega mynd af okkur vestfirðingunum á djamminu. Því sæluhelgin er bra samheiti á slagsmál og var helgin í ár enginn undantekning.

Föstudagurinn var aðalega samt bra upphitun, þá voru flestir í góðum gír, spilandi fótbolta og bra í góðu skapi. Lítil sem engin slagsmál sem var súrt. Það var ekki fyrr en um 2 um nóttina sem við strákarnir föttuðum að það voru nákvæmlega enginn slagsmál búinn að myndast þetta kvöld. Svo að við fórum og redduðum málunum.

Vinur minn og eitthver fáviti lentu í böggi og var fávitinn tekinn niður (ath. þessi vinur minn slæst ekki oft, hann er ekki einn af okkur þannig séð) nema hvað. Við hjálpum félaganum okkar og þá hleypur vinur fávitans inn og áður en við vitum af eru bra kominn fín hópslagsmál og allir sáttir.
Svo kom löggan og stoppaði þetta.

Jæja, nokkrir menn lamdir, ein bjórflaska brotinn á haus. Fín byrjun…
en það er laugardagurinn sem ætlar bíða eftir.

Enda þá kemur öll uppsöfnuð reiði út af vonbrigðum gærdagsins upp á yfirborðið, allir pirraðir og gaman. Ég persónulega lenti í tvemur slagsmálum, endaði einu sinni í jörðinni og lét sparka í mig liggjandi þar til félagi minn kom og lamdi gaurinn.

Einn var tekinn af löggunni, tuttugu eitthvað ára gaur réðst á 16 ára púka, vegna þess að púkinn lamdi vin hans fyrr um kvöldið. Stelpuslagsmál voru engin af vísu, sem er súrt.

En þegar klukkan var orðinn sona 6 um morgunin þá voru flestir farnir heim og þessir nokkrir sem voru eftir, ákváðu bra að fara að slást. Og þótti það gott og gilt, svo upp úr því fóru allir heim til sín sáttir.

Marblettir, sprungar varir og brotinn nef, og margir skelkaðir non-vestfirðingar nöldrandi út af ofbeldinu í okkur. Frábær endir á góðri helgi.

Endilega mætið öll sömul á næstu sælu-helgi sem verður eftir eitt ár, og komið að slást!

Hallelúja