Hjartað í mér tók kipp Ég var á labbi heim úr vinnunni núna um daginn þegar ég gekk framhjá Þrumunni niðrá Laugarvegi, og sá þetta líka risa stóra plakat af einum af mínum uppáhalds skífuþeyturum.
þetta var enginn annar en hann John Digweed, og ég stoppaði í allavega mínútu til að virða þetta plakat fyrir mér og skoða hvað þarna stæði. Ég ætlaði bara vart að trúa þessu, að hann væri að koma til landsins, hjartað í mér tók kipp.

Kappinn kemur til með að spila þann 16. júní á skemmtistaðnum Nasa og ætlar Grétar G. að hita upp.

En nokkur orð um hetjuna svona fyrir hina sem ekki vita:

John Digweed er fæddist árið 1967 og er uppalinn í Hastings á Englandi. Það kom aldrei til greina að verða neitt annað en plötusnúður og vann hann fyrir sér sem garðyrkjumaður í tvö ár til að safna fyrir fyrstu græjunum sínum. Stuttu eftir að hann hafði fest kaup á þeim fékk hann fyrsta giggið sitt, en það var að spila í háskólapartýjum á hóteli.

Nokkru seinna kíkti hann á Delerium sem var haldið á klúbbinum Heaven í London og varð hann um leið húkkt á þessu svokallaða acid house en það auðkennir einmitt leið hans eftir það.
1987 Hélt svo leiðin til London þar sem hann reyndi að senda öllum helstu klúbbunum mixin sín en án árangurs. Tók hann þá uppá því að halda sín eigin klúbbakvöld í Hastings og kallaði þau “Bedrock” og nutu þau mikilla vinsælda. Svo mikilla að Renaissance, einn frægasti klúbburinn í London bókaði Digweed hjá sér og fékk hann residence hjá þeim eftir það.
Þar vann hann mikið með Sasha og var fyrsta samansafn platan sem Renaissance gaf út mixuð af þeim tveimur.

Einnig hefur Digweed gefið út sitt eigið efni undir nafinu Bedrock og þar á meðal var lagið “For What You Dream Of” sem hann gaf út árið 1995 og var svo eftirminnilega spilað í myndinni Trainspotting.
Í nokkurn ár hefur Digweed og Sasha haft mánaðarlegt residency á klúbbnum Twilo í New York, en þeir voru fyrstu bretarnir sem fengu föst kvöld þar. Síðan unnu þeir saman að Northern Exposure, en það er heil sería af mix diskum.

Áríð 1998 lennti Digweed í 7. sæti af 100 í UK's DJ magazine's yfir bestu plötusnúða í heiminum.

Digweed hélt síðan nokkur Bedrock kvöld á Heaven klúbbnum í London og urðu þau gífurlega vinsæl, stórstjörnur eins og Nick Warren og Paul Van Dyk spiluðu líka þar á þessum kvöldum.
Bedrock og Norhern Exposure diskarnir hafa fært John Digweed uppá stjörnuhimininn og sést hann oft á forsíðum tónlistar tímarita.
Hefur hann meðal annars tekið upp þrjá diska fyrir Global Underground seríuna, í Sydney, Hong Kong og í
borg englanna, Los Angeles.

Árið 1999 lennti Digweed síðan í 6. sæti af 100 í UK's DJ magazine's yfir bestu plötusnúða í heiminum.

Sama ár (1999) sendi hann frá sér lagið “Heaven Scent” sem fór strax inná Top 40 í Bretlandi.

Áríð 2000 varð Digweed í þriðja sæti af 100 í UK's DJ magazine's yfir bestu plötusnúða í heiminum.
Sama ár kom hann einnig fram í költ myndinni “Groove” þar sem lagið hans “Heaven Scent” gerði allt brjálað.

Árið 2001 var síðan John Digweed valinn plötusnúður ársins.

John Digweed: “I do it because I love the music, not the spotlight. I like the honest expression of people enjoying themselves and knowing that I’m contributing to that”.


Held það þurfi varla að segja meira, gæjinn er pottþéttur og ég er ansi hrædd um að það verði nokkuð pottþétt stemmning á Nasa, 16. júní næst komandi.

Forsalan er hafin í Þrumunni og kostar miðinn 2400 en svarta korts hafar fá hann á 2000.
Miðinn síðan kostar 2900 kall við hurðina.

kv,

LadyJ