Eins og flestir vita núna mætti Dj Sasha víst ekki á umtalað kvöld. Og eru margir ósáttir. Eftirfarandi upplýsingar fann ég í fréttablaðinu í gær:
“Málið er að hann komst ekki, hann átti að lenda kl 11 en birtist ekki með vélinni og við fengum ekki að frétta þetta fyrr en um 1 leytið” segir Helgi Már Bjarnason umsjónarmaður Party Zone.
Hann átti víst að hafa lennt í umferðarteppu rétt áður en hann kom á Heathrow og mætti því of seint í flugið.
En í staðinn ætlar kappinn að fresta för sinni til Rómar og koma hinngað í staðinn og spila á Nasa laugardaginn 5. júní.

Málið með endurgreiðslu á miðum er frekar erfitt þar sem fólk hefur ekki miðann lengur sem notuðu þá við inngöngu á nasa á miðvikudagskvöldið, en víst eftir að þeir fréttu að Sasha myndi ekki mæta hleyptu þeir frítt inn.
En eflaust þeir sem hafa ennþá miðann í höndunum geta farið uppí Þrumu til Grétars og fengið þetta endurgreitt.

En hinsvegar á miðaverðið á Sasha, laugardaginn 5. júní að vera lágt, eða eins og þetta væri bara íslenskur plötusnúður.

Það verður spennandi að sjá hvort þetta heppnist þá núna:)